Ætlar nýja stjórnin að byrja í algeru hugleysi?

Mikið rosalega hlýtur að vera gaman að vera hugsjónastjórnmálamaður í VG eða Samfylkingunni þegar svona ákvarðanir eru teknar.

Kvótakerfi Halldórs Ásgrímssonar er pikkfast þrátt fyrir að 90% þjóðarinnar viðurkenni að það sé ranglátt og sértækt í hagsmunagæslu hinna fáu. Sameign þjóðarinnar er ennþá föst í gíslingu kvótagreifanna sem hafa misnotað þetta áratugum saman.

Stjórnin sem nú er í burðarliðnum ætlar að starfa í verstu tegund af blöndu málamiðlanna, hugleysi og það sem er verst: aðgerðarleysi. Ástæðan er sú að engin samstaða næst um að taka STÓRAR ákvarðanir vegna STÓRKOSTLEGS hruns heldur er alltaf valinn minnsti samnefnarinn sem hinir huglausustu þora að samþykkja og þess vegna mun þessi stjórn ekki verða hvorki fugl né fiskur.


mbl.is Kvótakerfi ekki umbylt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haukur Nikulásson

Aldrei þessu vant felli ég niður athugasemd og hún er frá Marteini Unnari Hreiðarssyni. Hún er einfaldlega afrit af grein Michael Hudson og er hér. Þetta getur því ekki talist athugasemd þótt ég sé efnislega ekkert endilega ósammála því sem þar kemur fram.

Haukur Nikulásson, 6.5.2009 kl. 07:45

2 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Ég er reyndar feginn að þeir ætla ekki að breyta kvótakerfinu, vegna þess að ég treysti akkúrat þessum flokkum hreinlga ekki til þess. Það er gríðarlega viðkvæmt mál og gæti hæglega gengið frá sumum (að því mér sýnist aðallega minni) fiskvinnslufyrirtækjum ef illa er að staðið.

En ég held að þetta verði ekki í síðasta skiptið sem flokkarnir gangi á bak orða sinna.

Ingvar Valgeirsson, 6.5.2009 kl. 12:50

3 Smámynd: Haukur Nikulásson

Jóhanna hefur gefið fyrirheit um fyrningarleið. Það er í rétta átt.

Haukur Nikulásson, 6.5.2009 kl. 18:19

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 264892

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 36
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband