Ætlaði Jóhanna að gera eitthvað "á sínum tíma" eða ekki?

Það er ekkert í gangi af viti hjá stjórnarflokkunum. Á meðan Róm brennur er spilað á fiðlu. Fiðlan heitir "ESB".

Þetta er það sama og að þrefa um siglingaljósin á skipinu á sama tíma og það sekkur í stað þess að ausa.

Spurningin er því þessi: Var það endalegt markmið hjá Jóhönnu að verða forsætisráðherra eða að verða forsætisráðherra sem kæmi einhverju vitlegu í verk?


mbl.is Ný ríkisstjórn um næstu helgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Hvert er planið hjá Samfó ef ESB gengur ekki upp? Til dæmis ef þeir vilja ekki að við höldum fiskveiðiréttindum okkar, eins og þeir hafa sagt að komi ekki til greina...

Jóhanna veit, eins og stjórnin öll, að þau þurfa ekki að gera rassgat. Þau geta klúðrað eins og þau vilja og kennt fyrri stjórn um allt saman í mörg ár í viðbót.

Ingvar Valgeirsson, 4.5.2009 kl. 00:08

2 Smámynd: Sigurjón

Fyrir utan það: Hvað gerir Samfó ef ESB-aðild fer raunverulega í þjóðaratkvæði og verður hafnað?  Ætlar flokkurinn að lognast út af?

Sigurjón, 4.5.2009 kl. 01:56

3 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Það er nokkuð ljóst að ESB ætlar ekki að gefa eftir, allavega ekki hvað varðar fiskinn - Olli Rehn og fleiri hafa sagt að varanleg undanþága sé engan veginn inni í myndinni. Þannig að, allavega frá mínum bæjardyrum séð, er aðild gersamlega margar mílur út úr myndinni. Ég óttast hinsvegar að margir sjái sambandið í þvílíkum dýrðarljóma að þeir svari aðild játandi sama hvað hún þýði í raun og veru.

Ingvar Valgeirsson, 4.5.2009 kl. 16:09

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 264821

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband