Bankið bara strax upp á á Litla-Hrauni

Margrét Frímannsdóttir hefði líklega ekkert á móti því að taka við forystu Sjálfstæðisflokksins í geymslu á Litla-Hrauni. Hver lygin rekur nú aðra í þessu batteríi. Bjarni Benediktsson virðist líka halda að honum takist að blaðra sig út úr þessu erki klúðri.

Hafi Geir tekið við 55 milljónum má öllum vera ljóst að öll forysta flokksins tók þátt í að eyða þessu og eru þar með samsekir í þessu dæmalausa spillingarmáli sem er reyndar bara létt viðbót við önnur óþverramál, einkavinavæðingu og þá græðgi sem einkennt hefur allt starf Sjálfstæðisflokksins síðustu árin.

Ennþá aumkunarverðara er að fylgjast með þessu fólki reyna að klóra yfir þetta með alls kyns yfirlýsingum og smjörklipum. Það er bara einföld lausn á þessu máli: Leggið Sjálfstæðisflokkinn niður, hann er gegnrotinn, ónýtur, súr, myglaður og kominn langt fram yfir síðasta neysludag.

Ólyktin hverfur ekki fyrr en búið er að sturta honum í klósettið.


mbl.is Ekki kjörnir fulltrúar flokksins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

algerlega sammála þér.. þess lengur sem ég er frá klakanum þess betur líður mér.. ég les fréttir sirka annan hvern dag og þá helst í gegnum bloggið og sé ég að það sem mig hafði grunað um árabil var hárrétt.. sjálfstektin er gerspillt og mun ekkert skána við kosningar..

Óskar Þorkelsson, 10.4.2009 kl. 06:26

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 43
  • Frá upphafi: 264894

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 38
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband