Flokkurinn á enga sjóði til að borga þetta út - Hvern á að slá núna?

Þrátt fyrir að stjórnmálaflokkar þessa lands fái hundruð milljóna úr vösum almennings til að viðhalda völdum sínum þá eru þeir allir á hausnum. Sjálfstæðisflokkurinn á engar 55 milljónir í sjóði nema að það sé ríkisframlagið.

Finnst fólki eðlilegt að það haldi áfram að borga flokknum úr sameiginlegum og mjög ört rýrnandi sjóði landsmanna til að halda lífinu í flokki sem er ónýtur á alla lund og ber mesta ábyrgð séríslenska efnahagshruninu?

Það væri löngu búið að draga fram handjárnin í þessu landi ef ekki væri sú grátlega staða að íhaldið hefur ráðið öllu með stöðuveitingar í öllu dómskerfinu, frá götulöggum og upp í hæstaréttardómara. Það verður ekki blakað við neinum frekar enn fyrri daginn. Hversu langt skyldi vera í það að stjórnendur íhaldsins fara að upplýsa þjóðina um það hver þeirra sé spilltastur? Það trúir því enginn, að Geir Haarde hafi einn vitað um þessi óþverramál flokksins.

Búsáhaldabyltingin verður metin sem létt æfing fyrir þann gríðarlega óróa sem nú stefnir í næstu mánuði. Vandræði þessarar þjóðar eru varla byrjuð, trúið mér!


mbl.is Guðlaugur Þór hafði forgöngu um styrkina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Enda er maður ekki búinn að ganga frá pottum og pönnum sem eru ennþá í skottinu á bílnum, tilbúin að hljóma á ný.

Guðmundur Ásgeirsson, 9.4.2009 kl. 10:12

2 identicon

Sammála Hauki.

Ég líka Guðmundur.

Kolla (IP-tala skráð) 9.4.2009 kl. 12:57

3 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Mér finnst reyndar ívið meiri hneysa að flokkarnir fái hundruðir milljóna á ári en að einhver hafi gefið þeim fullt af peningum...

Ingvar Valgeirsson, 9.4.2009 kl. 22:07

4 Smámynd: Haukur Nikulásson

Ingvar þú hlýtur að skilja samhengi þess að láta stjórnmálaflokks hafa tugi milljóna og að það þurfi að endurgreiða þá upphæð með einhverju öðru. Þú ert ekki fæddur í gær þó að þú sért svolítið yngri en ég!

Haukur Nikulásson, 10.4.2009 kl. 00:01

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 264825

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband