Óheiðarleiki neyðarlaganna mun endalaust bíta í afturenda íslendinga

Neyðarlögin voru taugaveikluð og flaustursleg mistök foringja stjórnarflokkanna og studd með vanþekkingu stjornarandstöðunnar á þingi sem blekkt var til hlýðni í nafni þjóðarnauðsynjar í hruninu.

Neyðarlögin afnámu alla góða viðskiptahætti og farið var með bankana í kennitöluflakk eins og löngum var þekkt meðal veitingahúsa í vandræðum þ.e. hirða eignirnar og fleygja skuldunum og halda áfram eins og ekkert hefði í skorist. Þessi verknaður er fyrst og fremst orsökin fyrir vantrausti erlendra ríkja. Neyðarlögin voru hreinn og klár þjófnaður.

Til þess að endurvinna traust er verið að búa til plástur fyrir útlendingana og það mun aldrei komast á nein vitleg niðurstaða í það mál. Ástæðan er sú að með neyðarlögunum brást íslenska ríkið öllum góðum siðvenjum varðandi þetta gjaldþrot bankanna. Eðlilegt hefði verið að bankarnir hefðu farið í gjaldþrot og skipaðir hefðu verið hefðbundnir skiptastjórar með hæfu starfsfólki sem hefði vel getað rekið bankana áfram. Óheiðarleikinn var ekki nauðsynlegur hvað svo sem ráðandi flokkar halda fram. Hér kom berlega í ljós hversu ónýtir flestir þingmennirnir voru á neyðarstundu.

Vegna neyðarlaganna verður úrlausnarefnið endalaus þvæla, það er nefnilega hægt að klúðra málum svo gersamlega að nánast ógerlegt er að leysa úr málunum af sanngirni í framhaldinu.


mbl.is Erlendir kröfuhafar eignist hlut í bönkunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

gott innlegg.  það væri fróðlegt að vita hversu miklu hærri vaxtakostnaður Íslands verður í framtíðinni vegna neyðarlaganna. 

Andri Geir Arinbjarnarson, 27.3.2009 kl. 14:03

2 Smámynd: Kristján P. Gudmundsson

Gott hjá þér, Haukur.Stjórnmálamennirnir brugðust okkur á ögurstund. Svo er dapurlegt til þess að vita, að VG eru litlu skárri. Ég held, að ég sitji heima í komandi kosningum.

Með góðri kveðju, KPG.

Kristján P. Gudmundsson, 27.3.2009 kl. 18:22

3 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Haukur komdu með aðra laustn betri!!!/Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 28.3.2009 kl. 00:17

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband