Tími svona dellumála er liðinn - Hvenær skildi það verða betur skiljanlegt?

Ég hélt satt að segja að það hefði verið ákveðið að draga úr milljónakostnaði við svona dellumál. Hverjum er eiginlega verið að verjast?

Hver hefur lengur efni á því að fljúga hingað í kreppunni?

Það er kannski ekkert skrýtið að íslenskt efnahagslíf sé ónýtt þegar ráðamenn haga sér svona. Það er hins vegar ennþá verra að þeir hafi ekki lært neitt af þessari bitru reynslu.

Það er kominn tími til að skipta út óábyrgum brennuvörgum í stjórnkerfinu.


mbl.is Dönsku orrustuþoturnar mættar til eftirlits
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvers vegna eru allar aðrar þjóðir í Evrópu með loftvarnir?  4 þotur eru í sjálfu sér ekki vörn gegn hefðbundnum heraðgerðum óvinaríkis, Þetta er spurning um lágmarks eftirlit og löggæslu.  Hvernig er hægt að framfylgja lögum í lofti ef ekki með þar til gerðum flugvélum. Til hvers erum við annars með varðskip og lögreglubíla?

Þetta er alveg sjálfsagt mál og við eigum að þakka fyrir að vinaþjóðir okkar skulu bjóðast til að aðstoða okkur með þessum hætti við lofteftirlit.   Kostnaðurinn sem fer í þetta er smápeningar miðað við margt annað og það öryggi sem við fáum í staðinn.  Það væri nær að leggja niður 1 sendiráð erlendis ef þessi kostnaður er okkur ofviða.

Pétur (IP-tala skráð) 6.3.2009 kl. 08:43

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sammála þér Haukur þetta er alveg út úr kú og nákvæmlega ekki það sem þjóðin þarf á að halda núna. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.3.2009 kl. 09:27

3 Smámynd: Haukur Nikulásson

Pétur, þú getur ekki borið þessa vitleysu saman við varðskip og lögreglubíla sem sinna allt öðru og raunverulegra hlutverki.

Hins vegar er ég sammála þér um að leggja niður sendiráð í sparnaðarskyni, eins og raunar kemur skýrt fram í höfundarboxinu mínu.

Haukur Nikulásson, 6.3.2009 kl. 09:29

4 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Hver ætti að vilja ráðast á okkur, nánast gjaldþrota klöpp í miðju ballarhafi?

Ingvar Valgeirsson, 6.3.2009 kl. 09:32

5 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Hver ætti að vilja ráðast á okkur, nánast gjaldþrota klöpp í miðju ballarhafi?

Þá er innrásarhættan mest ;) .. ekki það að ég hafi áhyggjur sko

Óskar Þorkelsson, 6.3.2009 kl. 09:41

6 Smámynd: Jóhannes H. Laxdal

 Lítil vörn er betri en engin vörn.

Jóhannes H. Laxdal, 6.3.2009 kl. 12:38

7 identicon

Auðvitað þarf hér eins og annarsstaðar í Evrópu að vera öryggiseftirlit í lofti eins og á landi og láði.

Hverngi ætla menn t.d. að þvinga flugvélar sem neita að fara eftir fyrirmælum flugumferðarstjórnar og stefna þá annari flugumferð í hættu.  Finnst mönnum líka eðlilegt að Rússar flúgi sínum herflugvélum um okkar flughelgi án þess svo mikið sem að ansa löglegri flugumferðarstjórn.  

Síðan er spurt hver ætti að vilja að ráðast á okkur?  Förum nú 80 ár aftur í tímann í upphafi síðustu heimskreppu, þá var Þýskaland nánast herlaust land og sá sem hefði haldið því fram hérlendis þá að einhver ógn stafaði hefði verið álitinn rugludallur. Sagan kennir okkur að oft skipast veður skjótt í lofti og ógn getur sprottið upp á mjög skömmum tíma úr áttum sem menn eiga ekki von á.  Þetta er ástæðan fyrir því að öll okkar nágrannalönd eru ennþá að halda úti rándýrum hervörnum, þú tryggir nefnilega ekki eftirá.

Pétur (IP-tala skráð) 6.3.2009 kl. 12:56

8 Smámynd: Haukur Nikulásson

Hvenær hafa herir tryggt friðinn? Það hefur greinilega eitthvað farið framhjá mér í þeim efnum.

Haukur Nikulásson, 6.3.2009 kl. 13:30

9 Smámynd: Haukur Nikulásson

Ég tel flestar hugmyndir fólks um varnarmál á Íslandi tengjast bara ofsóknaræði. Kostnaðurinn við varnir á Íslandi hefur aldrei verið réttlætanlegur í mínum huga.

Haukur Nikulásson, 6.3.2009 kl. 13:32

10 identicon

Án hervarna hefði Finnland allt orðið hernumið í seinni heimstyrjöldinni og þriðjungur þjóðarinnar herleiddur í Gúlagið eins og gerðist í Eystrarsaltslöndunum.

Ef Ísland hefði verið hernumið af Þjóðverjum eða Soðvétríkjunum í umræddu stríði er ég hræddur um að viðhorfin væru önnur hér líkt og í nágrannalöndum okkar.

Það er barnaleg og hættulegt að halda því fram að sagan muni aldrei endurtaka sig.

Pétur (IP-tala skráð) 7.3.2009 kl. 21:39

11 Smámynd: Haukur Nikulásson

Pétur, það er enn barnalegra að kunna ekki að forgangsraða þegar neyðin knýr dyra hjá þessari þjóð. Varnarmál mega mín vegna fara aftast í röðina. Ofsóknaræði sumra hjálpar ekki til við lausn raunverulegra vandamála. Næst myndir þú kannski leggja til aukinna útgjalda til kirkjunnar eða hvað?

Haukur Nikulásson, 8.3.2009 kl. 09:07

12 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Loftrýmiseftirlit er nauðsynlegt en að öðru leyti hefur kostnaður ríkisins verið skorinn mikið niður og t.d. hefur Steingrímur fjármálaráðherra dregið úr kostnaði ríkis við veisluhöld og utanlandsferðir embættismanna.

Hilmar Gunnlaugsson, 8.3.2009 kl. 19:52

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 264892

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 36
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband