Solla gerir út á vorkunsemi kjósenda og stuðningsmanna

Í flestum mikilvægum störfum er gert ráð fyrir að fólk sé líkamlega og andlega fært til verka. Nú blasir við öllum sem vilja vita að Solla er með öllu ófær um að starfa sem formaður Samfylkingarinnar og enn síður að vera þingmaður og ráðherra sökum veikinda.

Það virðist sem stór hluti Samfylkingarinnar sé í sömu stöðu og stuðningsmenn Davíðs í Sjálfstæðisflokknum að það skipti engu máli í hvaða standi þessir stjórnmálamenn eru að þeir skuli halda stöðu sinni vegna fyrri afreka óháð því hvort þau geti yfirhöfuð sinnt störfum sínum af einhverju viti.

Þau hafa í mínum huga líka verið andlega skyld: Með óhóflegt mat á eigin mikilvægi svo vægt sé til orða tekið.


mbl.is Ingibjörg býður sig fram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Hvaða stjórnmálamaður gerir ekki út á það ?

hilmar jónsson, 28.2.2009 kl. 12:05

2 Smámynd: Óskar Þorkelsson

sammála þér Haukur og bendi á blogg frá mér í morgun um sama efni.

Óskar Þorkelsson, 28.2.2009 kl. 12:11

3 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Kirkjugarðarnir eru fullir af ómissandi fólki.....

Ævar Rafn Kjartansson, 28.2.2009 kl. 12:34

4 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Ætli Ingibjörg sé samt ekki skárri kostur en Jón Baldvin - af tvennu illu vel ég... hvorugt.

Ingvar Valgeirsson, 28.2.2009 kl. 17:13

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sammála því að það var ósmekklegt hjá henni að persónugera veikindinn, og reyna að höfða til samvisku fólksins, einnig finnst mér eins og hún sé að reyna að smeygja sér inn í kjölfarið á Jóhönnu, og mér finnst Jóhanna látið svolítið niður að láta hana hafa sig í þetta.  Hvar er baráttuandinn í þeirri annars ágætu konu?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.3.2009 kl. 22:08

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 264892

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 36
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband