Er ESB þegar farið að stjórna verðandi nýlendu sinni?

Ég held að það sé tímabært að minna þingmenn á að þeir eiga stjórna hér en ekki Evrópusambandið.

Auk þess er orðið tímabært að fara koma ESB landráðaþingmönnunum burtu sem fyrst.


mbl.is Lausn ekki fundin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Þá sjaldan við erum sammála, Haukur, verð ég að kvitta. Samfó er komið með tunguna á kaf í illa þefjandi anus Evrópusambandsins.

Ingvar Valgeirsson, 23.2.2009 kl. 19:31

2 Smámynd: Ólafur Als

Hér mun sannast hið fornkveðna .. að hvítt sé svart og svart hvítt. Á meðan geta handbendi ESB valdsins, einstaklingar á borð við Jón Frímann, fundið að því að meina áliti ESB nefndar aðkomu að setningu nýrra laga um Seðlabankann. Það er þó gott til þess að vita að hann setji pólitísk markmið síns flokks framyfir ESB hagsmunina og verður forvitnilegt að sjá hann snúa sig úr þeirri ormaflækjunni, þó síðar verði.

Það hlítur að vera hverjum manni ljóst að Seðlabankafrumvarpið er pólitískur hráskinnaleikur, sem hefur ekki hagsmuni Íslendinga að leiðarljósi. Málið er klaufalegt fyrir ríkisstjórnina og stjórnarsinnar geta ekki kvartað yfir því að stjórnarandstaðan sinni sínu starfi. Þó svo að Seðlabankastjórninni sé ekki vært til langframa er það ekki úrslitamál að koma þeim mönnum úr húsi án tafar. Dagar eða vikur, til eða frá, breyta þar ekki nokkru.

Ef mönnum var efst í huga að sinna stórum og mikilvægum málum hefði jafnframt átt að huga betur að Icesave-málinu en títtnefndur Baldur, ráðuneytisstjóri var þar í forsvari. Nú hefur sú nefnd verið forystu- og verkefnalaus í meira en tvo mánuði, vegna þess að Baldri átti að fórna á bálkesti pólitískra hreinsana.

-----

Haukur, ég komst að því að þú spilar badminton með góðum félaga mínum, S.Ó.H., og hafið meira að segja staðið ykkur með ágætum í keppni ... 

Ólafur Als, 23.2.2009 kl. 19:51

3 Smámynd: Haukur Nikulásson

Aldrei þessu vant erum við sammála Jón Frímann.

Ingvar, við erum oftar sammála heldur en þú heldur.

Ólafur, það er athyglisvert að Sjálfstæðisflokkurinn sé "allt í einu" farinn að taka eitthvert mark á ESB. Núna hentar það þeim í málþófinu að gera það. Það að koma ekki Davíð burt er orðið verulega pínleg uppákoma og ég lít á það orðið sem ígildi trúarbragða íhaldsmanna að halda honum þarna inni. Hvað get ég sagt: Rúmlega 75% þjóðarinnar aðhyllist kristna Lúterska trú sem er mér orðið sama huglæga ruglið þegar maður vaknar til vitundar um að þetta var bara aðferð til að stjórna almenningi og féfletta hann um leið með hræðsluáróðri og helvítisheitingum sem er bara ljót og ógeðfelld saga að flestu leyti.

Siggi er eðalfélagi, Ólafur, ég er mjög ánægður með hann í hópnum. Reyndar frá í bili vegna kirtlatöku, en kemur vonandi fljótt aftur.

Haukur Nikulásson, 23.2.2009 kl. 21:47

4 Smámynd: Ólafur Als

Haukur, þú hittir svo langt frá höfði naglans að það er ekki fyndið. Það er langt í frá áhugi minn, eða meirihluta Sjálfstæðismanna, að halda Davíð inni í Seðlabankanum. Hans tími er löngu kominn og er reyndar óskiljanlegt af hverju maðurinn kemur sér ekki sjálfur úr húsi. Þetta er nú mín skoðun og margra sem ég þekki. Að öðru leyti er ég ánægður með að "mínir" menn séu reiðubúnir til þess að gefa sér tíma í þetta mál og þó svo að horft sé til álits ESB er það ekki vandræðalegt fyrir Sjálfstæðisflokkinn, heldur stjórnvöld.

Stjórnvöld bera hina pólitísku ábyrgð á málinu og það er þeirra að fylgja málinu eftir - að finna að nokkurra daga fresti á málinu lýsir vitanlega taugatitringi á stjórnarheimilinu og er að auki e.t.v. til marks um hve illa þú getur hamið þig í að lýsa vandlætingu þinni á Sjálfstæðisflokknum, enda svararðu í engu þeim atriðum sem ég nefndi í athugasemd minni. Það er í mínum huga ekki málefnalegt.

Þessu til viðbótar vil ég segja, að nú er sett fram sú krafa, aðallega til Sjálfstæðismanna, að þeir eigi að "makka" með stjórnvöldum - að nauðsyn kalli eftir því að ekki skuli hreyft mótmælum. Er fólk algerlega gengið af göflunum? Ætlast menn til þess að þingmenn fari ekki að sannfæringu sinni? Ætla menn virkilega að halda því fram að það sé málþóf ef viðraðar eru aðrar skoðanir en stjórnvalda? Ætla menn í vandlætingu sinni á Sjálfstæðisflokknum að koma sér undan að taka málefnalega á gjörðum ríkisstjórnarinnar? Er það ásættanlegt að Samfylkingin og núverandi stjórnvöld eru ábyrg fyrir því að Icesave nefndin hefur verið verkefna- og forystulaus í tvo mánuði? Ætla menn að halda því fram að ríkisstjórnin hafi ekki reynt að slá pólitískar keilur í Seðlabankamálinu? Vonandi týnirðu þér ekki, Haukur, í samsæriskenningum um þína fyrrum samherja í pólitík. Slíkt mætti jú líkja við trúarbrögð, ekki satt?

---

Láttu þér svo batna svo Siggi geti haldið áfram að kenna þér undirstöðuatriðin í badminton (haha) ...

Ólafur Als, 24.2.2009 kl. 10:44

5 Smámynd: Haukur Nikulásson

Ólafur, eflaust markast mín umræða um marga forystumenn Sjálfstæðisflokksins af því að ég tel að þeir hafi svikið mig og málstaðinn sinn. Það voru virkileg vonbrigði fyrir mig að uppgötva að forysta flokksins væri svo blind á siðblindu Árna Johnsen að þeir beitt brögðum til að koma honum á þing. Einnig að þeir völdu beinlínis auðmennina persónulega sem keyptu bankana og ríkisfyrirtækin. Enda er þetta meginástæðan fyrir því að engin er rannsakaður nema óvinur Davíðs: Jón Ásgeir. Hinir eru ALLIR látnir í friði af því að þeir voru á jötu íhalds og framsóknar.

Það er Siggi sem var veikur, ekki ég. Það mátti kannski lesa það út úr setningunni minni og endurspeglar að orða þurfi hlutina stundum vandlega til að ekki verði misskilningur. Í þessu tilviki er tilvísunin í hann orðið "[hann] kemur" en ekki "[ég] kem" ef ég hefði verið frá. Hafðu samt engar áhyggjur, við kennum hvor öðrum ýmislegt þarna.

Haukur Nikulásson, 24.2.2009 kl. 17:16

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband