Davíð ER þekktur af hatri og einelti

Allir sem fylgst hafa með stjórnmálum undanfarin ár þekkja mikið til starfa Davíðs og persónu hans. Hann hefur sjálfur ekkert dregið undan með eiginleika persónu sinnar.

Nánir samstarfsmenn andmæla honum aldrei og Geir líklega heldur ekki því hann setur slíkt fólk miskunnarlaust á ísinn. Talar jafnvel aldrei við viðkomandi aftur og lætur sem það sé ekki til.

Það að Sjálfstæðisflokkurinn hafi þurft að fórna öllu vegna Davíðs er með ólíkindum hjá einum stjórnmálaflokki. Davíð veit of mikið um spillingu og ósóma til að hægt sé að reka hann. Þetta veit alþjóð og Geir þarf ekkert að reyna að fela þessa staðreynd. Úr því Davíð fór ekki af sjálfsdáðum lýsir óhemju valdhroka og síngirni. Geir vissi að hann fengi engu breytt í þessu efni.

Það að Geir reyni þennan málflutning ber því vitni að hann heldur þjóðina vera í einfaldari kantinum.


mbl.is Geir: Stjórnuðust af hatri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Ég tel reyndar að Geir sé samþykkur og viljugur samstarfsmaður Davíðs frekar en að vera undir hælnum á Dabba..

Óskar Þorkelsson, 30.1.2009 kl. 17:50

2 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Sjálfstæðismenn gera allt til þess að þurfa ekki að horfast í augu við eigin feril og mistök.

Þessi vitleysa hjá Geir sýnir það.

Hjálmtýr V Heiðdal, 30.1.2009 kl. 18:25

3 Smámynd: Ingi Geir Hreinsson

Já, þetta er dæmalaust, margur heldur mig sig.

Ingi Geir Hreinsson, 31.1.2009 kl. 10:51

4 Smámynd: Óskar Þorkelsson

hvaða viska var þetta Ingi ?  er þetta sjálfstektarhúmor ? eftir 18 ára spillingu og einkavinavæðingu... 

margur heldur mig sig... HA HA HA HA HA

Óskar Þorkelsson, 31.1.2009 kl. 17:19

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband