Fyrirboði að því sem koma skal?

Eitthvað finnst manni þetta klúður í meira lagi broslegt og ekki gæfuleg byrjun á formannsferli Sigmundar. Ég tel að flokkurinn hafi gert mistök með vali hans. Hann er að njóta þess að hafa verið áberandi í fjölmiðlum á liðnum árum og það virkar vel á marga.

Hann er hins vegar langt frá því að vera lipur í máli og er auk þess utan þings og lendir því í sömu leiðindastöðunni og Jón Sigurðsson. Höskuldur hafði að þessu leyti kjörstöðu til að koma skilaboðum á framfæri sem Sigmundur hefur ekki.

Atkvæði Páls hafa farið í heilu lagi á Sigmund og því augljósir flokkadrættir þarna í gangi. Höskuldur hefði að mínu mati verið gæfulegri kostur og höfðað til fleiri en Sigmundur af þeim sem ekki eru Framsóknarmenn. Sem væntanlegt EKKI-atkvæði flokksins er ég því sáttur við niðurstöðuna.


mbl.is Sigmundur kjörinn formaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sverrir Einarsson

Aldur þeirra sem kusu er á þeim aldri að "Hann kemur svo vel fyrir í sjónvarpinu" viðhorfið ræður hver er kosinn því fór sem fór.......ekki að mér sé ekki sama hvað er að gerast í framsókn...kem ekki til með að kjósa þá.

Sverrir Einarsson, 18.1.2009 kl. 16:50

2 Smámynd: Haukur Nikulásson

Ég veit satt að segja ekki hvernig Sigmundur á að verða trúverðugur fulltrúi nýrrar siðvæðingar.

Pabbi hans, Gunnlaugur Sigmundsson, er nefnilega einn þeirra sem hvað harðast verið á fullu í tvöföldum hlutverkum stjórnmálamanna og auðmanna og er í sama ósmekklega og vafasama græðgisgenginu og t.d. Finnur Ingólfsson. Hefur einhverjum dottið í hug að þeir hafi unnið fyrir fólkið í landinu?

Dettur einhverjum í hug að Sigmundur gangi fram í því að láta rannsaka störf föður síns við að sölsa undir sig einkarekstri þar sem ríkið var um tíma eini stóri viðskiptavinurinn? 

Haukur Nikulásson, 18.1.2009 kl. 17:15

3 Smámynd: Guðmundur Ragnar Björnsson

Það er ekki rétt að flokkadrættir hafi verið í gangi. Sigmundur fékk meginþorra atkvæða Páls að því er virðist en það þýðir ekkert sérstakt. Ég vil taka það fram að það var fagnað alveg jafn mikið í salnum sem heild þegar Sigmundur var lýstur formaður og þegar Höskuldur var lýstur formaður. Það var mikil stemmning fyrir báðum þessum frambjóðendum og margir hreinlega í vandræðum með valið.

Guðmundur Ragnar Björnsson, 18.1.2009 kl. 22:33

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband