Viðurkennir ábyrgð en axlar hana ekki - Vantar límuppleysi á stólinn?

Málflutningur þeirra sem eiga að bera ábyrgð er með ólíkindum. Geir Haarde lét það eftir Davíð Oddssyni að velta bankakerfinu ótímabært á 4 dögum og viðurkennir hér að hafa ekki stjórnað. Var hann ekki kosinn til að stjórna? Var hann bara kosinn til að vera stimpilberi fyrir Davíð Oddsson?

Geir Haarde: Þetta er löngu orðið gott hjá ykkur. Þið hafið ekkert gert af viti í neinum af þessum málum og fáið hér með mitt leyfi til að hætta. Það er meiri hagur fyrir þjóðina að þið misnotið eftirlaunaósómann sem þið skömmtuðuð ykkur heldur en að sitja áfram sem ráðherrar. Ef þetta er erfitt skal ég kaupa fyrir ykkur límuppleysi á ráðherrastólinn. 


mbl.is Geir: Árið verður mjög erfitt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón

,,Gefum þeim ævilangt frí".

Sigurjón, 17.1.2009 kl. 17:43

2 identicon

Sakir Geirs er eitthvað sem þú hefur smíðað í huga þínum. Það hefur enginn lagt sig jafnmikið fram og Geir H Haarde við að gera skaðann sem minnstann og hafa þó margir komið þar að. Í staðinn hefur hann uppskorið sleggjudóma - fúkyrði og árásir frá einstaklingum sem hafa ekkert annað en ofbeldi og óraunhæft ofursjálfsálit fram að færa. Vissulega hefði - eftirá séð - þurft að grípa fyrr inn í atburðarásina - ef hægt er að tala um sök hjá stjórnvöldum ( tek skýrt fram að þrátt fyrir yfirlýsingar margra aðila þá hefur Geir Hilmar Haarde ekki þau völd að hann hafi sett heimskreppuna af stð ) þá er hún sú að hafa treyst þessum einstaklingum í bankakerfinu og að hafa talið þá heðarlega menn.

Ólafur I Hrólfsson

Ólafur I Hrólfsson (IP-tala skráð) 17.1.2009 kl. 17:58

3 Smámynd: Davíð S. Sigurðsson

Ólafur er sveittur við að copy-peista kommentið sitt inná sem flestar síður, bara svo við gleymum því ekki hvað Geir er æðislegur og hvað allir eru vondir við grey kallinn...

Davíð S. Sigurðsson, 17.1.2009 kl. 18:51

4 Smámynd: Haukur Nikulásson

Þetta heitir afneitun Davíð. það sem Ólafur er fastur í er að enginn geti "stjórnað" landinu nema þeir sem þar sitja með allt niður um sig. Ég hef meira að segja heyrt fólks segja með fyrirlitningartón: "Og hvern viltu eiginlega fá? Steingrím J. og hina kommana?"

Blindan er algjör hjá þessu íhaldsliði sem getur ekki einu sinni séð hversu mikla eyðileggingu íhaldið á sök á og það lengst af með mínum stuðningi (ég biðst afsökunar á því).

Það er ekki verið að kenna Geir eða ríkisstjórninni um heimskreppuna sem er vörnin þeirra. Þau nota það til að fela ljótari raunveruleika hér heima.

Þeim er kennt um hið séríslenska bankaklúður, þróun þess sem endar með eineltishatri Davíðs á Jóni Ásgeiri og meðfylgjandi óþverragjörð. Geir þvingar gjörninga Davíðs í gegnum ríkisstjórn og Alþingi er því meðsekur um vanhæfni og valdníðslu. Davíð og Geir eru þeir einu sem ég er algerlega sannfærður um að hafa brotið lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Það þarf enga rannsóknarnefnd í heilt ár til að komast að því sem þeir kumpánar eyðulögðu upp á sitt eindæmi á rúmri viku.

Það þarf engan að undra að rannsóknarnefndir séu settar á stofn af stjórnvöldum. Þær eru hreint ekki óháðar og þeim er bara ætlað að draga lappirnar eins lengi og mögulegt er svo þeir geti setið óáreittir eins lengi og þeim sýnist. Heldur fólk í alvöru að eitthvað komi út úr þessum nefndum? Þetta er bara hluti af því að stjórna valdaleiknum og það er að láta almenning halda að eitthvað sé gert. Þetta er bara flottur blekkingarleikur sem allt of fáir sjá í gegnum.

Almenningur á Íslandi er að meðaltali auðtrúa, því er nú andskotans verr!

Haukur Nikulásson, 17.1.2009 kl. 19:47

5 Smámynd: Davíð S. Sigurðsson

já það er alveg makalaust hvernig fólkur lætur teyma sig eins og lömb til slátrunar af glottandi yfirvaldi

Davíð S. Sigurðsson, 17.1.2009 kl. 19:59

6 Smámynd: Sigurjón

Ég var eitt sinn alveg harður á því að Geir væri ,,góði kallinn", en er algjörlega búinn að snúa því við.  Hroki hans undanfarið, m.a. gagnvart fréttamönnum hefur algjörlega komið honum út úr trausthringnum.  Aðgerðirnar sem farið hefur verið í í kjölfar bankavandræðanna hafa einkennzt af ráðleysi og slembisemi.  Hagfræðingar og málsmetandi menn í útlöndum eru rasandi yfir því hvernig staðið hefur verið að málum hér og þar eru Geir og Davíð Oddsson oftast nefndir.  Aðrir, t.d. Imba Solla eru þó meðsek og stórsyndug...

Ég vona að Flokkurinn bjóði fram í næstu kosningum.  Hann mun að öllum líkindum fá mitt atkvæði.

Sigurjón, 18.1.2009 kl. 01:03

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 264821

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband