Alþingi er ítrekað að samþykkja vanhugsuð lög - Erum við á leið til fasistaríkis?

Maður fyllist hreinlega vonleysi að upplifa hversu vanhugsuð þau lög eru sem Alþingi setur þessa dagana. Mér sýnist að stjórnarandstaðan sé ítrekað blekkt til að taka þátt í þessari vitleysu á vitleysu ofan.

Frumvarpsdrögin um rannsóknarnefndina er hrein og klár fasistaaðgerð. Gefur nefndinni vald til að haga sér eins og lögregluríki fyrir ríkisstjórnina til elta uppi hugsanlega glæpamenn meðal auðmanna en á að hvítþvo hana sjálfa og fría frá eigin mistökum og dómgreindarleysi. Skv. frumvarpinu er hægt að sekta og fangelsa vitni sem er ótrúlegur afsláttur á því réttarkerfi sem hér hefur ríkt. Ýmist minnir þetta í aðra röndina á herforingjastjórnina í Chile, eða í hina, á óamerísku nefndina á McCarthy-tímanum. Þessi nefnd mun aldrei verða neitt merkilegri sem rannsóknaraðilil heldur en handónýt ríkisendurskoðun. Af hverju er hún ekki notuð áfram til svona rannsóknar? Auk þess hefur verið réttilega bent á að hæstaréttardómari sem nefndarformaður er kominn í flókna hagsmunaárekstra hins þrískipta valds og það stenst ekki mikla skoðun að mati lögfróðra manna.

Lögin um gjaldeyrisviðskiptin eru enn eitt viðbótarbullið sem mun valda því að gjaldeyrir fyrir útflutning mun bara ekkert skila sér til baka. Lögin eru að hindra frjálst fjármagnsflæði og hljóta því að brjóta í bága við EES samninginn og þá hlýtur að vera sjálfgert að skila honum til baka, eða hvað? Lagasetningin hindrar að fólk geti selt eignir hér á landi og yfirgefið það stjórnleysi sem hér ríkir. Nú er búið að koma upp rimlum til að sjá til þess að hér verði lýður til að borga óráðsíu undanfarinna ára sem og milljarðalánin frá IMF sem ekki eiga að vera í þágu þjóðarinnar heldur bara ríkisstjórnarinnar. Það blasir við að aðeins útflytjendur muni hafa einhvern aðgang að erlendum gjaldeyri því þeir munu bara geyma hann erlendis á reikningum til eigin nota.

Nánast öll lög sem sett hafa verið í framhaldi af því að Seðlabankinn knésetti Glitni hafa verið hrein og klár ólög. Þau eiga það öll sameiginlegt að víkja frá góðum og gildum réttarvenjum, góðum viðskiptaháttum, góðu siðferði og sanngirni við úrlausn mála.

Ísland nálgast það óðfluga að vera fasistaríki í herkví stjórnmálamanna sem hafa komið öllu á hausinn með dómgreindar- og sinnuleysi í bland við aura- og valdagræðgi. Þetta fólk á að víkja áður en hætta verður á hreinni og klárri uppreisn almennings sem ekki sér lengur hvernig það á að framfleyta sér í þessu landi.


mbl.is Hömlum aflétt og nýjar settar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Christer Magnusson

Hef reynt eins og ég get að hugsa jákvætt til ríkisstjórnar og trúa því að þau væru að gera eins vel og þau geta. En verð að játa því að ég get ekki annað en verið sammála því að öll lög síðan Davið réðst á Glítnir hafa verið illa hugsuð ólög. Ekki lá svona á að koma þessi gjaldeyrisviðskiptalög gegnum Alþingi. Vil þó ekki nota orðið fascism en þetta eru einræðistilburðir sem eiga varla við einu sinni á stríðstímum. Hugsa sér að réttarríkið var svona þunnt lag ofan á kalda valdstefnu. Nú er ég bráðum kominn út á götu ef þetta heldur áfram svona.

Christer Magnusson, 28.11.2008 kl. 12:03

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 42
  • Frá upphafi: 264893

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 37
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband