Það eru fleiri en ég hættir að kjósa þig Björn!

Fyrir síðustu kosningar hætti ég að kjósa íhaldið sem ég hafði stutt með ráðum og dáð í rúm 30 ár. Ég var uppalinn í íhaldstrúnni en gafst upp þegar Björn Bjarnason, Geir Haarde, Sólveig Pétursdóttir og Gunnlaugur Claessen misnotuðu vald forseta Íslands til að gefa þjófdæmdum fyrrum þingmanni Sjálfstæðisflokksins tækifæri til að komast aftur á þing.

Björn Bjarnason, þig kýs ég aldrei aftur. Þinn vitjunartími er kominn og þú átt enga möguleika á opinberu embætti aftur. Þér er óhætt að setja eins mikið lím í ráðherrastólinn þinn og þú hefur tök á að klessa í hann. Njóttu þessara fáu stunda sem þú átt eftir í honum, því fljótlega mun þjóðin koma þér í ruslatunnu sögunnar með Davíð Oddssyni og fleirum sem eru búnir að eyðileggja efnahagslega stöðu þessa lands um lengri framtíð en nokkurt okkar kærir sig um að vita af. 


mbl.is Telur vantrauststillögu efla samstarf ríkisstjórnarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingvar

Björn Bjarnason er líklega einn besti ráðherra landsins. Hann er staðfastur og vinnu feikivel að sínum málum og er ekki að úttala sig um allt og ekkert líkt og aðrir ráðherrar, sérstaklega samfó ráðherrarnir. Björn vann mjög vel að menntamálum í ráðherratíð sinni. Sinnti vel málum háskóla og framhaldsskólum. Í tíð Björns sem dómsmálaráðherra hefur störf lögreglu batnað stórkostlega og lögreglan nýtur núna mikils trausts. Lögregla og tollverðir vinna náið saman og hafa náð að upplýsa og koma í veg fyrir fíknefnasmigl og framleiðslu. Landhelgisgæslan starfar mun betur en áður og nýtt varðskip er í smíðum og flugflotinn verið efldur. Þyrlur er ávalt til taks. Ég held að sjómenn væru ekki til í að fara í það ástand sem var áður að þurfa að vera upp á bandarískan her komnir ef neyð steðjaði að og þyrla íslendinga var í viðgerð.

Baugsmiðlarnir hafa hamast á Birni og kennt honum um svokallað Baugsmál. Björn Bjarnason var menntamálaráðherra þegar að lögregluransókn hófst í höfuðstöfðum Baugs sem seinna leiddu til ákæru á hendur JÁJ og TJ.

ihg

Ingvar, 22.11.2008 kl. 00:55

2 Smámynd: Haukur Nikulásson

Björn hefur áreiðanlega gert ýmislegt ágætt, Ingvar. Það er hins vegar algjör falleinkunn fyrir hann að bjóða mér þjófa sem þingmenn. Það breytist ekkert. Björn er eins og Davíð: Sér flísina í auga náungans en ekki bjálkann í sínu.

Haukur Nikulásson, 22.11.2008 kl. 01:20

3 identicon

Ingvar það verður seint Birni Bjarna að þakka að hafa náð að upplýsa og koma í veg fyrir fíkniefnasmygl eða framleiðslu,  við getum þakkað það manni sem heitir Jóhann Bendiktsson og hans kollegum fyrir það. BB hefur lítið annað gert varðandi lögregluna annað enn að fækka þeim.......... Hvar hefur þú alið manninn ?

Sem betur fer þá fær BB ekki draum sinn uppfylltan þ.e. Íslenskur her verði að veruleika, það fer að líða undir lok hjá Birni Bjarna sem ráðherra, þó oft sé nú því miður í starfi, að það lifir lengst sem lýðnum er leiðast.

Burt með allt Valhallarfólkið og Samfylkinginn með, Burt með spillinguna, þurfum nýtt heiðarlegt fólk við stýrið NÚNA ! 

ag (IP-tala skráð) 22.11.2008 kl. 01:26

4 Smámynd: Ingvar

Kæri(kæra ag . Með eflingu lögreglustjóra og sýslumannaembætta landsins hefur leit að fíknefnum verið efld. Það koma ekki oll fíkniefni til landsins í gegnum Keflavíurflugvöll. Lögregla og tollverðir á Seyðisfirði hafa upplýst mörg stór smiglmál á þessu ári. Lögregla höfuðborgarsvæðis hefur m.a komið upp um fíkniefnaverksmiðju. Lögreglan á Sellfossi er að verða á sviði fíkniefnaleitar eins og Blönduóslögreglan er á sviði umferðaeftirlits. Þeim fækkar sífelt sem keyrar á ólgölegum hraða í gegnum Húnavatnssýslur.

Þetta gerist vegna þess að starfsemi lögregla og tollstjóra hefur verið efld í tíð Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra. Embætti sýslumanns á Keflavíkurflugvelli er einnig í þeim pakka.

Ingvar

Ingvar, 22.11.2008 kl. 10:17

5 identicon

Það er ljóst að höfundur þessarar færslu þekkir ekki vel til mála - en lætur það engu að síður ekki stoppa sig í að skrifa svona.

Hvað sem mönnum finnst um Árna Johnsen þá átti hann - líkt og allir aðrir sakamenn - einfaldlega rétt á því að fá uppreisn æru. Rétt er að muna að uppreisn æru er ekki það sama og náðun. 

ALLIR, sem uppfylla ákveðin skilyrði (sem Árni gerði) geta með tímanum fengið uppreisn æru, þar á meðal morðingar ef út í það er farið.

Átti Björn að synja Árna um hana af því að það hefði hentað Sjálfstæðisflokknum að Árni kæmist ekki í framboð? Átti dómsmálaráðherra að taka ákvörðun eftir geðþótta, hefði það ekki frekar verið óeðlilegt en hitt?

Um önnur stóryrði sem skrifuð eru í þessa bloggfærslu er lítið hægt að segja, þau eru skot út í loftið.

Gisli Freyr Valdórsson (IP-tala skráð) 22.11.2008 kl. 15:34

6 Smámynd: Haukur Nikulásson

Gísli, ég kynnti mér málið mjöööög vel. Forsetinn hefði aldrei staðið í þessu rugli og því var logið blákalt af þessu fólki að þetta væri eitthvað alvanalegt í stjórnsýslunni að standa í því að veita uppreista æru. Það er bullið sem þú trúir frá bláu höndinni. Þú mátt alveg trúa því.

Ég kaus þetta fólk í góðri trú í 30 ár. Ég er ekki lengur í þeirri trú... en þú situr eftir með sama ruglið í höfðinu að þetta séu boðlegir fulltrúar okkar á þingi og séu okkur hinum góðar fyrirmyndir. Fyrir mér var upphafning dæmds þjófs brottrekstrarsök þessa liðs. Það sem bæst hefur á síðan hjálpar hreint ekki, þjóðin kominn á hausinn vegna sama pakks.

Haukur Nikulásson, 22.11.2008 kl. 17:57

7 identicon

ok, viltu þá ekki nefna ástæðurnar fyrir því að það hefði ekki átt að veita ÁJ uppreisn æru? Svona fyrst þú ert búinn að kynna þér málið svona vel.

Gisli Freyr Valdórsson (IP-tala skráð) 23.11.2008 kl. 12:28

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband