Krafa um fyrirvaralausar kosningar er eðlileg

Það er alvarlegur tvískinnungur fólginn í því að stjórnmálamenn óski eftir friði til að "vinna" þegar þeir eru sekir um nákvæmlega sama sinnuleysið og bankastjórarnir og "útrásarmennirnir" sem sumir þeirra reka og rægja nú um stundir.

Stjórnmálamennirnir í ríkisstjórninni (a.m.k. sumir þeirra) eru jafnsekir um að hafa siglt Íslandi í strand og þá er eðlilegt að þeir séu látnir axla ábyrgð og fara líkt og hinir. Stjórnin hefur verið sinnulaus og skeytingarlaus um aðvaranir og það verður ekki af þeim skafið að hafa ekki fengið nóg af þeim. Auk þess hafa þeir haft aðgang að sérsfræðingum sem ekki hefur verið tekið nokkurt mark á. Það má vera flestum umhugsunarefni hvernig það var réttlætt að þingmenn væru í einhvers konar "leyfum" hátt í sjö mánuði á ári ásamt heilum her aðstoðarmanna!

Nýliðun í stjórnmálum hefur hins vegar verið gerð illmöguleg vegna þess að núverandi stjórnmálaflokkar settu lög sem styrkja þá í sessi með hundruð milljóna fjárframlögum úr ríkissjóði. Það hlýtur hver maður að sjá hvers konar óhæfuverk gegn lýðræðinu var unnið með þeim spillingarlögum. Allir núverandi flokkar á Alþingi eru samsekir í þessu efni.

Auk þess er sjálfsdekrið í formi eftirlaunafrumvarpsins illræmda enn við lýði og því virðist ekkert fá þokað þrátt fyrir háværa gagnrýni úr samfélaginu. Það hentar bara ekki sjálfhverfu þingi að eiga neitt við þann óþverragjörning.

Fullur skipstjóri er ekki látinn sigla af strandstað. Ríkisstjórn sem hefur komið okkur á hausinn er ekki sú sem á að leiða uppbygginguna. Nú mega aðrir taka við.

Ég ætla ekki að lýsa ALLA þingmenn og ráðherra óhæfa en óhjákvæmilega er kominn tími á að grysja út þá sem voru í stjórnmálum eingöngu í eiginhagsmuna- og auðgunarskyni.


mbl.is Engin óaðgengileg skilyrði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fullkomnlega sammala. Gleymdu ekki ad allar fyrirgreidslur fra ødrum løndum hafa verid frystar a medan nuverandi radamenn eru vid vøld. Their eru ekki hatt skrifadir erlendis eftir fylliri sidustu ara. Og svo erum vid a thessari øgurstundu ad lata tha gera samninga a afarkostum fyrir framtid thjodarinnar. Erlendis skilur engin i thessum undirlægjuhætti heillar thjodar!

Thor Svensson (IP-tala skráð) 21.10.2008 kl. 12:59

2 identicon

Takk Fyrir Þetta Haukur Góð lesning

Kveðja

Æsir (IP-tala skráð) 21.10.2008 kl. 13:12

3 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Sko þetta er mikið rétt og ,þjóðin verður að fá að segja sitt i kosningum/þá á að kjósa um menn en ekki flokka/Kveðja Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 21.10.2008 kl. 15:31

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband