Sterkir bankar fyrir helgi - Á hausnum eftir helgi

Ég er ekki hissa á því að einhver vandræði séu í efnahagskerfinu, verandi búinn að tuða þetta í langan tíma eins og sumir aðrir.

Hins vegar finnst mér eins og sumum enn öðrum ljótur háttur t.d. forsætisráðherra hvernig hann er vísvitandi að ljúga að fólki í viðtölum. Hann hélt því fram að alvanalegt væri að menn notuðu tímann um helgar til að ræða málin - yeah right! Fyrir helgina var forsætisráðherra tíðrætt um hvað íslensku bankarnir væru vel settir, eftir helgina er varpað út stærsta björgunarhring íslenskrar fjármálasögu. Við erum afar vel upplýst íslensk þjóð!

Hvernig getur hann búist við að vera tekinn trúanlegur eftir þetta? - Hann má nota þetta tækifæri til að velja það að þegja frekar en ljúga framvegis!

Nú er bara spurningin hvort Kaupþing og Landsbankinn þurfi ekki sömu fyrirgreiðslu? Þeir hafa jú verið nægilega líkir allir bankarnir til þess að hafa þess vegna sömu þarfir þegar á reynir. Ekki hefur samkeppnin þeirra á milli svo áberandi eða hvað?

Sé tekið mið af höfðatölu þá eru íslendingar nú búnir að ráðstafa um það bil 120% þeirrar upphæðar sem bandaríska ríkið er tilbúið að setja í sínar aðgerðir til að bjarga fjármálakerfinu þar.

Við erum samt líklega bara rétt að byrja darraðardansinn. 


mbl.is Ríkið eignast 75% í Glitni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ellert Júlíusson

Ef horft er á hegðunarmynstur bankanna, aðallega KB og Glitnis þá má sjá að á meðan Glitnir skrúfaði fyrir allt sem heitir lánveitingar í nánast öllu formi þá hafði KB ennþá bolmagn til að lána á fullu, og þá meðal annars í erlendri mynt. Það finnst mér benda til talsvert mismunandi stöðu á lausafé, KB í hag.

Það er ekki málið að Glitnir standi illa, heldur var hann að stefna í það á þann máta að skammtímalánin sem hann tók til að fjármagna langtíma húsnæðislán voru að falla á þá og vegna lausafjárskorts í heiminum þá var þeim illmögulegt að endurfjármagna = hætta á gjaldþroti.

En ég er svo sem bara lítill tölvudörd í stórum heimi, hvað veit ég ;) Geir er með þetta allt "under control"!

Ellert Júlíusson, 29.9.2008 kl. 10:55

2 Smámynd: Haukur Nikulásson

Kaupþing er að sverja stöðu Glitnis af sér. Vonandi að ekki þurfi að koma til björgunaraðgerða á þeim bæ. Það minnkar áhyggjurnar okkar. Hins vegar er ég ósammála þér um Geir, hann þarf ekkert að ljúga. Það er bara ómerkileg hegðun.

Haukur Nikulásson, 29.9.2008 kl. 11:49

3 Smámynd: Haukur Nikulásson

Nei, ég sé að ég var frekar að andmæla Ellerti með að Geir hefði stjórn á öllu. Hann var sannarlega að ljúga að fréttamönnum í gærkvöldi. Hann þurfti þess ekki með.

Mér finnst fulllangt gengið að kalla alla stjórnmálamenn "atvinnulygara á launum samfélagsins", Ólafur. Það er bara barnaleg alhæfing, fyrirgefðu orðbragðið. Ertu svona reiður? 

Haukur Nikulásson, 29.9.2008 kl. 13:15

4 Smámynd: Haukur Nikulásson

Jú, ég er bálreiður líka, þú þarft ekki að skoða marga pistla hér til að sjá það.  Búinn að skrifa rúmlega 700 pistla síðan í desember 2007 mest af því er nöldur um pólitík, spillingu, sjálftöku, græðgi, fíflsku, þjófnað, vanhirðu, óhemjugang og jú neim it.

Haukur Nikulásson, 29.9.2008 kl. 16:56

5 Smámynd: Haukur Nikulásson

Desember 2006 átti það að vera.

Haukur Nikulásson, 29.9.2008 kl. 16:57

6 Smámynd: Haukur Nikulásson

Ég er sammála þér með Jóhönnu, hún hefur alltaf gert sitt besta og meira en það. Hún hefur oft þurft að berjast við samverkamenn sína um hlutina. Það eru líka til vel meinandi stjórnmálamenn sem eru bara því marki brenndir að hafa látið kúga sig til algerrar leiðtogahlýðni sem gerir þá jafnslæma og þá sem leiða.

Vilmundur heitinn Gylfason fór í pólitík vegna ástríðu frekar en persónulegra væntinga. Honum entist ekki aldur, heilsa né gæfa til að klára það sem hann byrjaði. 

Af hverju í fjáranum heldurðu að ég sé eyland í pólitík?

Ég geng sjálfur með stjórnmálaflokk í maganum, en fæ lítinn stuðning. Trúlega get ég kennt um mínum eigin barnalegu alhæfingum og róttækni í sumum málum sem skúrar eiginlega af mér mögulegt fylgi fljótar en ég get sagt "Halló!"

Haukur Nikulásson, 29.9.2008 kl. 17:26

7 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Darraðadansinn - miðað við gengið núna ætti Ríkið að hafa grætt talsverða slummu ef þeir selja - og ef einhver vill kaupa.

Munið svo strákar að hver er sinnar gæfu o.s. frv.

Ingvar Valgeirsson, 30.9.2008 kl. 21:09

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 264825

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband