Engar væntingar til íslenska liðsins?

Mér finnst einhvern veginn að íslendingar geti verið rólegir. Manni sýnist að væntingar til íslenska liðsins séu með minnsta móti. 0-3 til 0-6 tap kæmi líklega engum á óvart miðað við stöðu landsliðsins og getu undanfarna mánuði og jafnvel ár. Vera má að einhverjum þyki þetta svartsýnt af mér en þá spyr ég á móti: Er nokkur einasta ástæða til að vera bjartsýnn?

Hins vegar er það oft svo að þegar væntingarnar eru litlar þá virkar sálfræðin rétt fyrir leikmennina, það er allt að vinna og engu að tapa. Það voru t.a.m. engar stórkostlegar væntingar gerðar til handboltalandsliðsins af því að þeim hafði ekki gengið neitt sérstaklega vel í undirbúningsleikjunum.

Hugarfar leikmanna þegar flautað er til leiks er það eina sem skiptir máli. Hversu mjög langar þá að standa sig vel fyrir Ísland?


mbl.is Norðmenn líklega með þrjá sóknarmenn gegn Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

á ullevaal.. eigum við bara ekki séns.. tap með 3-5 mörkum verður staðreynd þrátt fyrir að Oli segi að nojarar seú á svipuðu leveli og við.. greinilegt að hann hefur ekki mikið vit á norskum fótbolta. 

Óskar Þorkelsson, 3.9.2008 kl. 21:11

2 identicon

Norska landslidid hefur verid nidri i bylgjudal sidustu tvø arin svo thad er engin astæda ad gefast upp adur en domarinn flautar til leiks. Norska vørnin er venjulega sterk med goda skallamenn med godar stadsetningar en med sterkri og akvedni er hægt ad sterra vørnina, thad hefur skjed mørgum sinnum like gegn lidum sem a pappirnum eru veikari lid. Hangeland er venjulega traustur og gerir sjaldan feil en Reginiuson tekur oft rangar akvardanir sem skapar hættu vid Norska markid, Riise thekkja allir, hann er sterkur framsøkinn bakvørdur en oft betri thegar hann er med i sokninni en hann er sem aftasti madur, Høgli vinstri bakvørdur er nyr og thad er a vinstri vængnum Island a sin  sjens.

Martin Andreasen er kominn yfir toppinn sem stjornandi a midjunni, hefur ekki laikid vel i sumar.lett ad stressa og fær oft kort. Strømstad er hardur vinnusamur leikmadur en mistækur( humor spilari) Fredrik Winsnes getur att frabæra leiki og godar sendingar, en mistækur,.

John Carew er i heimsmælikvarda og tharf ad passas allan timan af godum skallamanni ( Hermanni) Thorstein Heilstad er mjøg fljotur og hættulegur og gengur rett a mark, ma ladrei sleppast laus, Steffan Iversen kjemur a fullu inn  i teiginn vid stodsendingar fra kantinum, gerir mikid af mørkum. 

Thad er engin astæda ad gefast upp fyrirfram a moti thessu lidi, thad er sjaldnar og sjaldnar ad thessir leikmenn syni thad sama med landslidinu eins og their gera med sinum lidum.

Med rettri taktik tha høfum vid stora møguleika!!!!!!!!!!

Hef buis i Noregi fra 1979 og fylgjist gott med fotboltanum her.

Halldor Juliusson (IP-tala skráð) 4.9.2008 kl. 07:20

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 264892

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 36
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband