Láta lífið til að verja eiturlyfjaframleiðslu fyrir vesturlönd - geðslegt djobb!

Sumar heimildir telja að nálega 10% afgönsku þjóðarinnar vinni á einn eða annan hátt við framleiðslu eiturlyfja, allt frá valmúarækt til efnavinnslu ópíums, hass og fleira góðgætis. Sömu heimildir telja að þetta sé allt að þriðjungur af þjóðarframleiðslunni þeirra.

Skyldi þetta vera aðalástæðan fyrir áhuga vesturlanda og NATO til að halda úti hernaði þarna? Annars staðar í þessum fjölmiðli var því haldið fram að Karzai forseti landsins hefði gefið út tilskipun um það að ekki mætti ákæra 20 stjórnendur eiturlyfjaframleiðslu í landinu. Það eru einfaldlega of mörg þjóðarbrot í Afganistan til að búast við því að þarna verði fljótlega friður, það þarf að stjórna því hins vegar hvert dópgróðinn fer.

Bandaríkjamenn eru í Írak til að stjórna olíuframleiðslu og stela henni undan. Hvenær hætta aðrar þjóðir, þar á meðal íslendingar, að styðja þennan ósóma? Hverjir græða á ástæðulausu eldsneytisokri í heiminum? Hvar lendir ólíugróðinn? Á sama stað og dópgróðinn?

Það þætti líklega skrýtið ef 32000 manns myndi á Íslandi hafa atvinnu við ólöglega eiturlyfjaframleiðslu. Til hvers er verið að senda íslendinga til þessa lands í "friðargæslu" þar sem 3.2 milljónir manna hafa atvinnu af því að eitra fyrir æsku vesturlanda?  


mbl.is Danskur hermaður féll í Afganistan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

tja... Talibanarnir báru ábyrgð á stórfelldri hækkun á götuverði eiturlyfja í USA og EU á sínum tíma.. sögur segja að með innrásinni hafi verðið lækkað aftur ;).. guess why !

Óskar Þorkelsson, 25.7.2008 kl. 16:29

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Segi það með þér.  Best að láta þetta fólk algörlega eiga sig og sitt ópíum. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.7.2008 kl. 09:40

3 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Hefði ekki sagt þetta betur Haukur!!!!,þetta er alvarlegt mál,svo er Obama að verja þetta/Kveðja Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 26.7.2008 kl. 15:39

4 identicon

Einstaklega göfugt er það að reyna að sverta minningu manns, sem fallið hefur með sæmd í baráttu við öfgatrúarhóp, sem m.a. telur eðlilegt að grýta konur til fyrir að vera nauðgað.

Markmið aðgerðanna í Afganistan er að búa til þjóðfélag sem er ekki gróðrarstía fyrir þann viðbjóð sem hryðjuverkastarfsemi er. Sala á fíkniefnum kemst í ekki í hálfkvisti við að skjóta skólabörn eða sprengja upp markaðstorg.

Pétur Guðmundur Ingimarsson (IP-tala skráð) 27.7.2008 kl. 00:49

5 Smámynd: Haukur Nikulásson

Ég tel mig ekki sverta minningu þess sem féll. Trúlegast hafði hann ekki nokkra einustu hugmynd um raunverulegt starf sitt frekar en flestir aðrir hermenn í Afganistan og Írak.

Haukur Nikulásson, 27.7.2008 kl. 01:15

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 42
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 37
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband