Hvar eru myndir af fórnarlömbum Ísraelsmanna?

Myndir finnst þessi fréttaflutningur dæmigerður fyrir þá hlutdrægni sem ríkir í fréttum af þessu endalausa ógeðslega stríði fyrir botni Miðjarðarhafsins.

Vestrænir miðlar eru svo hallir undir gyðinga að þeir einir virðast hafa persónur og andlit. Hér er meira að segja gengið svo langt að vopnaðir hermenn Ísraels eru persónugerðir sem sérstök og saklaus fórnarlömb. Ef ég man þetta rétt þá drápu Ísraelsmenn hátt í þúsund saklausa óbreytta líbana í hefndarskyni fyrir þessa tvo.

Með þessu segi ég ekki að arabar séu neitt hótinu betri, það er ekki sérstakur munur á kúk og skít í þessu viðbjóðslega stríði. Það eru samt óbreyttir borgarar sem eru fórnarlömb stríða, ekki hermennirnir.


mbl.is Ísraelsku hermennirnir látnir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arnar Steinn

Dittó, mjög merkilegt að þessar tvær myndir séu birtar, rétt eins og þeir séu píslarvottar eða þvíumlíkt. Ótrúlegt hvað MBL étur upp svona fréttir og birtir þær nánast óbreyttar.

Hitt er svo annað mál að ef birta ætti myndir af öllum fórnarlömbum Ísraelshers, þá tæki það væntanlega helzt til mikið pláss á síðunni. 

Arnar Steinn , 16.7.2008 kl. 08:57

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég er sammála ykkur með að áróðurinn er allur Ísraelsmeginn. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.7.2008 kl. 10:36

3 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Svo má á móti spyrja sig hvar daglegar fréttir af eldflaugaárásum palestínskra terrorista á íbúðabyggðir Ísraels séu. Á einu ári skutu þeir yfir tvö þúsund flaugum yfir landamærin. Eina skiptið sem ég man eftir að hérlendir fjölmiðlar hafi minnst á það einu orði var þegar ein flaugin lenti á leikskóla, en sú sprakk blessunarlega ekki.

Fjölmiðlar eru ekki alltaf hlutlausir, það er rétt. T.d. má vitna í þessa sérstæðu setningu úr fréttum BBC fyrir nokkru; "

 
 
 
The ceasefire between Israel and the Palestinians in Gaza appears to be holding even after militants fired rockets into Israeli territory.

Það er semsagt vopnahlé þó Palestínumenn geri árásir í sumum fjölmiðlum.

Ingvar Valgeirsson, 16.7.2008 kl. 16:05

4 Smámynd: Björn Heiðdal

Það drepast fleiri í umferðaslysum en eru skotnir óvart af ísraelskum hermönnum og sömu sögu er að segja um þá sem verða óvart fyrir ónákvæmum flugskeytum palenstínumanna.  Hvort gubbu-karlinn Lesses Faire kúgast útaf engu eða öllu skal ósagt látið en hann þekkir sko muninn á drullu og skít. 

Björn Heiðdal, 20.7.2008 kl. 14:47

5 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Það drepast líka fleiri í umferðarslysum hérlendis en eru myrtir - það táknar samt ekki að það sé í lagi að drepa fólk, bara af því að það drepast fleiri úr einhverju öðru.

Víst eru flugskeyti Palestínumanna ónákvæm - það er samt alltaf von þess sem sendir þau af stað að þau lendi í fjölmenni og valdi dauða, eyðileggingu og ótta. Hvert og eitt þeirra er morðtilraun.

Ingvar Valgeirsson, 20.7.2008 kl. 18:36

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 264892

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 36
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband