Verð bálreiður við tilhugsunina um aðild að ESB

Ég veit að það er ekki vænlegt að reiðast þegar um er að ræða álitamál í stjórnmálum. Ég biðst afsökunar á því og hálf skammast mín fyrir að soðna innra með mér þegar ég heyri fólk ákalla stjórnvöld og almenning um að sameinast um að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Ég velti því fyrir mér hvort þetta fólk hugsi yfirhöfuð um nokkuð annað en peninga!

Öll rökin um það að sækja um aðild eru peningahyggja og eiginlega ekkert annað sem hægt er að kalla röksemdir.  Fæ ég á tilfinninguna að ESB sinnar séu tilbúnir í hvaða vændi sem er til að ná í einhverja aura.

Það sem gerir mig reiðan er skeytingarleysi þessa fólks um raunverulegt sjálfstæði sem mun tapast. Hvenær hefur það hentað smærri aðila að sameinast einhverjum sem gleypir allt? Við leysum ekki tímabundin smærri vandamál með því að koma upp öðru risastóru sem væri að verða AFTUR sjálfstæð þjóð.

Sjálfstæðisflokkurinn, sem ber nafn af sögulegri ástæðu, er að linast svo á þessu að maður hefur verulegar áhyggjur af því. Varaformaður flokksins og helstu atvinnuforkólfar hans eru farnir að krefjast alvarlegrar skoðunar á aðild og manni sýnist að flokkurinn eigi að byrja á því að skipta um nafn áður en það verður sérstakt skammaryrði í munni þjóðarinnar vegna undirlægjuháttar við væntanlega nýlenduherra í Brussel.

Mér finnst það deginum ljósara að það verður meginverkefni að vernda sjálfstæði íslenskrar þjóðar í næstu kosningum. Fólk má þess vegna byrja núna á að hugsa það með hvaða hætti við höldum torfengnu sjálfstæði lengur en rúmlega 64 ár. Að halda því fram að EES samningurinn sé sjálfstæðisafsal í raun er bull, ESB aðild er það hins vegar klárlega vegna umtals um breytingar á stjórnarskrá.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Góð grein hefði ekki getað orðað þetta betur!!!!Kveðja Halli gamli)XO

Haraldur Haraldsson, 30.6.2008 kl. 16:48

2 Smámynd: Óskar Þorkelsson

hversu mikils virði er sjálfstæðið þegar þú ert orðinn gjaldþrota, ráðþrota vegna efnahagsstefnu og okurvaxtastefnu íslenskra stjórnvalda og bankakerfis ?

mér er andskotans sama í raun.. ég vil bara fá að lifa sómasamlegu lífi án þess að hafa áhyggjur af því að sjálftektarflokkurinn sé búinn að stela nokkrum milljörðum hér og þar og færa þá sínum flokksgæðingum á silfurfati... 

Óskar Þorkelsson, 30.6.2008 kl. 18:20

3 Smámynd: Sigurjón

Gjaldþrot og ráðþrot eru fyrst og fremst fyrirtækjum og ekki sízt fólkinu sjálfu að kenna.  Þeir sem hafa lifað um efni fram, hvort sem eru fyrirtæki eða einstaklingar, hlutu að gera sér grein fyrir því að það kæmi að skuldadögum.

Á meðan hefur ríkið haldið vel á spöðunum hjá sér, sem sézt bezt á skuldastöðu ríkissjóðs.  Þetta er kreppa fólksins og fyrirtækjanna; ekki ríkisins og hana nú!

Svo höfum við ekkert að gera í þetta skítasamband.  Tökum frekar til í okkar eigin garði og gerum hreint fyrir okkar dyrum í efnahagsmálum.  Við þurfum ekki hækju ESB til þess, heldur bara vilja og ákveðni! 

Sigurjón, 30.6.2008 kl. 21:53

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 264903

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband