Komin á kaf í herbrölt NATO

Það tók ekki langan tíma fyrir Sollu að umbreytast úr tiltölulega saklausri rauðsokku, femínista og borgarstjóra í NATO-sinnaðan stríðshauk sem þvælist um allar jarðir potandi niður þessum örfáu hermönnum sem frá Íslandi koma og eru kallaðir "friðargæsluliðar".

Á Íslandi berum við almennt ekki vopn. "Friðargæsluliðar" gera það hins vegar í fjarlægum löndum. Löndum þar sem við þekkjum ekkert til í og höfum ekki hugmynd um hvers vegna þeir geta ekki lifað í friði.  Þessir "friðargæsluliðar" hafa heimild til að nota vopnin ef í hart fer. Ég á erfitt með að skilja hvernig Solla meðtekur í einhverri undarlegri áhrifagirni og meðvirkni að við skiptum einhverju máli þarna. Okkar hermennska á þessum slóðum er undarlegt stórmennskubrjálæði.

Þetta hernaðar- og utanríkisbrölt kostar þjóðina einhverja milljarða og er bara til þess fallið að baka okkur óvild og ógagn meðal fólks sem annars væri hlutlaust í okkar garð í versta falli.

Ég hélt að íslendingar vissu nægilega mikið um múslima til að hafa vit á því að láta þetta fólk bara í friði og skipta sér ekki af því í þeirri von um að vera sjálf látin í friði. Ég óttast helst að þessi afskiptasemi (sem og stuðningur við Íraksstríðið sem ekki er búið að afneita af okkar hálfu) geti valdið því að einhverjum múslimum þyki tímabært að hefna sín á okkur með einhvers konar hryðjuverki.

Því fyrr sem við hættum þessum afskiptum því betra.


mbl.is Fer til Afganistan á sunnudag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég vona að aumingja fólkið í Afganistan sleppi ómeitt frá þessari heimsókn, aldrei að vita hvaða kúrekar leynast inn á milli í föruneytinu, og hvernig þeir bregðast við ef þeir sjá grunsamlegar hreyfingar inni í víðum mussum sem geta ýmist geymt handsprengjur eða snuddur og pela.

Ég er sammála því að við eigum ekkert með að pota einhverjum byssum, pólitískum eða raunverulegum, að öðrum þjóðum, hvort sem þær eru hafðar sem blórabögglar í stríðinu með hryðjuverkum (við erum fórnarlömb okkar eigin stjórna vegna þessara hryðjuverka, líf og réttindi eru tekin af okkur "til öryggis"), eða ekki. 

Gullvagninn (IP-tala skráð) 14.3.2008 kl. 19:21

2 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Skil ekki þetta Friðargæslu bull, væri miklu nær að senda kennara og heilbrigðisstarfsmenn til þeirra sem vilja og þurfa að fá aðstoð, ekki að fá á sig orðstír hermangara.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 15.3.2008 kl. 00:39

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband