Ber enginn ábyrgð á því að trylla vanheilt barnið?

Mér sýnist að hér vanti upp á að málið sé tekið fyrir í heild sinni.

Vissulega er ekki deilt um að barnið hafi skellti hurðinni á kennarann. En það er urmul af spurningum ósvarað:

Mátti kennarinn vita að krakkinn var orðinn ærður af eineltinu með því að flýja inn í skáp? Bar honum ekki skylda til að fara varlega að barni sem hefur verið greint með Asperger heilkenni og er augljóslega vanhaldið andlega á þessari stundu? Ber skólinn enga ábyrgð á meðan nemandinn er þarna inni eða verða foreldrar að vera með þeim í skólanum? Hvernig er það hugsað að foreldrar geti borið ábyrgð á börnum sínum sem skilin eru eftir í umsjá kennara (sem hefur sérstök réttindi í kennslu- og uppeldisfræðum) og misþroskaða samnemenda sem oft og einatt leggja aðra í einelti?

Ef þessi dómur stenst fyrir hæstarétti sýnist mér að konan verði að sækja sinn rétt til foreldra þeirra barna sem stóðu að eineltinu vegna foreldraábyrgðar þeirra á eineltisvöldunum sem frumorsök slyssins. Ég hins vegar efast um að hún eigi afgang eftir 10 milljóna króna skaðabótagreiðslu til kennarans til að standa straum af frekari málaferlum.

Málsaðilar eiga allir samúð mína.


mbl.is Dæmd til að greiða kennara 10 milljónir í bætur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

þetta er ótrúlegur dómur.. ég hélt að þegar barn væri í skóla þá bæru skólayfirvöld ábyrgð á barninu og starfsmönnum skólans.. á ekki menntamálaráðuneytið að borga þetta ?

Óskar Þorkelsson, 14.3.2008 kl. 15:58

2 identicon

Þessi dómur sýnir að hvorki verjandi né sækjandi né dómarar hafa nokkurn skilning á fötlunum á einhverfurófinu.  Af hverju var ekki kallaður til geðlæknir eða sálfræðingur með þekkingu á einhverfu og skyldum fötlunum ?  Samkvæmt dómnum þá var stuðst við bækling um asperger heilkenni til að meta það hvort að barnið var fært um að greina á milli rétts og rangs.

Barn með fötlun á einhverfurófinu þolir illa þær aðstæður sem voru uppi þennan dag í skólastofunni.  Það átti að fara að kynna verkefni sem bekkurinn hafði unnið og stofan full af foreldrum og nemendum.  Stúlkan var að auki með þunglyndi og kvíða og því alls ekki óeðlilegt að barnið hafi flúið aðstæður inn í skápinn.   Hugsanlega hefur vanlíðan verið til staðar af því börn með Asperger heilkenni eru oft með miklar skyntruflanir og hávaði og óreiða fara mjög illa í þau.

Þegar kennarinn kemur svo að sækja hana þá eru fyrstu viðbrögð hennar að skella hurðinni fast aftur svo hún þurfi ekki að fara aftur í þær aðstæður sem valda henni vanlíðan og óöryggi.

Við svona aðstæður er alls ekki víst að barnið hafi vitað hvað það var að gera, það hefur líklega bara stjórnast af því að forða sér úr aðstæðum sem eru sársaukafullar fyrir það vegna fötlunar sinnar.

Ég vona að þessu máli verði áfrýjað til hæstaréttar og að móðir barnsins fái betri verjanda sem hefur vit á að kalla fram sérfræðinga á sviði einhverfu sem geta lýst því hvernig börn á einhverfurófinu bregðast við í svona aðstæðum.

Móðir (IP-tala skráð) 14.3.2008 kl. 17:41

3 identicon

Góður punktur hjá þér Haukur, afar góður.

Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 14.3.2008 kl. 17:54

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 264892

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 36
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband