Auglýsingar - Sumar eldast verr en aðrar

Steve McQueen er einn af almestu töffurum hvíta tjaldsins. Sem ungur maður lék hann í vestrum sem sýndir voru í kananum okkur pjökkunum til mikillar ánægju. Þessi vestri hét Wanted - dead or alive (sem útleggst nokkurn veginn: Gómið hann - dauðan eða lifandi).

Tóbaksframleiðandi nokkur var kostunaraðili þessarar þáttaseríu og hér sést leikarinn mæla með þessum rettum og má af kaldhæðni segja að naglarnir náðu honum sjálfum fyrir rest - dauðum. Auglýsing þessi er svo kjánaleg í dag að hún vekur upp bjánahroll.

Til að gæta allrar sanngirni voru sígarettureykingar ekki taldar svo hættulegar á þessum tíma (1960) og það var ekki fyrr en 5 árum seinna að okkur púkunum var sýnd hrollvekjandi fræðslumynd í Álftamýrarskóla um skaðsemi reykinga. Það var eins og við manninn mælt - flest byrjuðum við að reykja!

Ef þú ert einn þeirra sem reykir skaltu hugleiða að hætta - sem fyrst!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolgrima

Æ, þetta er eilífðarbarátta Hjálpar til að vera minntur á það að þeir sem auglýstu tóbak sem mest,  dóu margir fyrir aldur fram úr lungnakrabba.

Þetta er fyndin auglýsing. Ég man mest eftir Steve McQueen úr Love story

Kolgrima, 16.2.2008 kl. 02:54

2 Smámynd: Haukur Nikulásson

Kolgrima, það var þáverandi konan hans, Ali McGraw, sem lék í Love Story. Hins vegar er svipur með Steve Mcqueen og Ryan O'Neal sem lék í Love Story.

Haukur Nikulásson, 16.2.2008 kl. 03:09

3 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

hann er samt töff þarna

Einar Bragi Bragason., 18.2.2008 kl. 00:30

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 43
  • Frá upphafi: 264894

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 38
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband