Er óeðlilegt að krefjast þess að borgarstjórinn sé í góðu andlegu jafnvægi?

Þegar fólk sækir um starf eru oft gerðar miklar kröfur. Þú átt að hafa háskólapróf (þótt viðkomandi próf komi starfinu ekkert við!), þú átt að vera góður í mannlegum samskiptum, vera heilbrigður og laus við vandamál á borð við notkun tóbaks og ofdrykkju. Það þykir líka næstum óalandi að viðkomandi sé kominn yfir fimmtugt í aldri.

Hvers vegna þykir þá svona ljótt að einhverjir amist við því að nýi borgarstjórinn, sem er nýstiginn upp úr 8 mánaða veikindafríi vegna hjónaskilnaðar, sé of nálægt vinnuhamlandi andlegum kvilla til að teljast hæfur í svona krefjandi starf?

Maðurinn sýnir það auk þess á fyrstu vinnuvikunni að nánast brotna undan pólitískri brellu andstæðinga sinna og þolir ekki umfjöllun í nánast eina sjónvarpsgrínþættinum sem haldið er úti.

Ólafur F. Magnússon ber að mínu mati stærstu sökina í allri þessari atburðarás. Hann færðist meira í fang en hann mun ráða við. Hann fær þó fullkomið tækifæri til að afsanna svona úrtölur. Það er tækifæri sem fæstir aðrir fá. Að mínu mati er íhaldið búið að færa honum allt á silfurfati meira og minna óverðskuldað.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Allir verða fyrir áföllum á lífsleiðinni i formi ýmissa áfalla.

Náin manneskja deyr, maður upplifir höfnun eða verður þunglyndur, eitthvað af þessu hendir alla.

En manneskja sem gefur kost á sér í áberandi pólitískt starf á ekki að vera að væla og pukrast, viðkomandi á að koma strax fram af hreinskilni og sannleik til að tryggja rétta fréttamiðlun og sýna trúverðugleika.

Mér finnst ómaklega ráðist að Spaugstofunni og þeim til minnkunar sem slíkt gera, það er ekki gáfulegt tískufyrirbrigðið að kæfa alla umfjöllun um hina leyndu hluti, og skömmina sem fylgt hefur andlegum vandamálum.

Þeir eiga þakkir skildar fyrir að ýfa þetta mál aðeins og skapa umræðu en Ólafi vorkenni ég ekkert.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 30.1.2008 kl. 11:27

2 Smámynd: Óskar Þorkelsson

óli falski á enga vorkunn skilið.. hann er í pólitík og þar gilda lögmál frumskógarins.

Óskar Þorkelsson, 30.1.2008 kl. 19:12

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband