Það virkar ekki að vera að MEÐALTALI góður

Ég þóttist vita fyrir rúmu ári að Björn Ingi yrði ekki langlífur í pólitíkinni ef allt væri eðlilegt. Reyndar hefur fátt verið eðlilegt í pólitíkinni undanfarna mánuði og ár.

Björn Ingi skorti nefnilega betra siðferði til að endast betur. Við sem ekki þekkjum til hans persónulega vissum þó að honum þótti lítt athugavert að þiggja alls kyns boðsferðir og ýmis önnur gæði af fyrirtækjum sem þurftu á pólitískri fyrirgreiðslu að halda. Þegar við bætist að nánustu samstarfsmenn í örflokknum þola hann ekki og eru reiðubúnir að hakka hann í spað fyrir framan alþjóð fyrir fals og óþverravinnubrögð (að þeirra mati) þá virðist sjálfhætt. Þú kemst ekkert áfram án stuðnings a.m.k. samflokksmanna.

Björn Ingi getur eflaust átt góðan feril í einkabransanum, þar sem siðferðið er kannski ekki jafn mikið metið og þá gæti jafnvel verið kostur að skorta þar eitthvað á. Það má samt ekki taka af honum að hann er mörgum kostum búinn þó siðferði í pólitík hafi þvælst eitthvað fyrir honum.

Mér kæmi ekki á óvart ef Kaupþing, Finnur Ingólfsson, Ólafur Ólafsson eða eitthvert gott, gegnt og ríkt Framsóknarbatterí er ekki búið að útvega honum vel launað starf við hæfi nú þegar. Hann mun ekkert skorta.


mbl.is Björn Ingi hættir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

he he góður, égefast ekki um að Bingi hafi sagt af sér með öll akkeri kyrfilega fest. Þetta er maður sem gerir ekkert sem gæti skaðað hann sjálfan og hans hagsmuni.. hann verður kominn í feitt dæmi innan skamms.

Óskar Þorkelsson, 24.1.2008 kl. 09:28

2 identicon

Spilltir Framsóknarmenn hafa víða hreiðrað um sig og þeir taka jafnóðum við öðrum spilltum Framsóknarmönnum til frekara uppeldis eins og Birni spillta Inga sem nú hefur sprengt utan af sér fötin, flokkinn, fylgið og brent allar brýr að baki sér.   

Stefán (IP-tala skráð) 24.1.2008 kl. 11:39

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband