Skatan væri étin allt árið ef hún væri í raun og veru æt!

Ég hef lengi haft á tilfinningunni að flest fólk sem borðar skötu geri það til að sýna hetjuskap. Hetjuskapurinn felst í því að geta étið þennan óþverra án þess að halda fyrir nefið og kúgast.

Einnig læðist að manni sá ljóti grunur að ef matur á Þorláksmessunni sé bara nógu vondur að þá bragðist jólasteikin sérdeilis vel.

Þið hin, sem hafið vanist þessum mat þannig að ykkur þykir hann í alvöru góður, bið ég vel að njóta! 


mbl.is Skatan smökkuð í fyrsta sinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sævar Einarsson

Svona er fólk nú misjafnt, ég hef borðað skötu frá því ég man eftir mér og mér finnst hún góð, lyktin er hinsvegar ekkert spes. Á mínu heimili eru enginn jól ánþess að elda mikið af skötu og helst verstfirska hnoðmör með, borða sig hóflega saddann og búa til stöppu úr restinni.

Sævar Einarsson, 23.12.2007 kl. 16:30

2 Smámynd: halkatla

ég hef aldrei smakkað skötu og hef ekki fundið skötulykt - maður myndi halda að lyktin vekti einhverja athygli hjá manni, er það ekki? ég minnist þess ekki og því get ég ekki hafa fundið þessa margumtöluðu lykt, ég er bara fegin sko, en gaman að þessari hefð engu að síður

halkatla, 23.12.2007 kl. 16:33

3 Smámynd: Óskar Þorkelsson

ÞEtta er bara skemmtilegt og svona verða "siðir" til.. Skata var étinn allan ársins hring fyrir vestan en þessi þorláksmessusiður er nýrri af nálinni og var "fundinn upp" af Naustinu hér í kringum 1960. Þetta er semsagt reykvískur siður.

Óskar Þorkelsson, 23.12.2007 kl. 16:50

4 identicon

Skatan er bara alveg frábær matur. Ég ólst upp við hana nokkrum sinnum í mánuði og myndi sannarlega hafa hana oftar á boðstolum ef ég væri ekki einn um að kunna að meta hana á mínu heimili. Mér finnst þess vegna alltaf eitt mesta tilhlökkunarefnið fyrir jól að fá skötuna. Smekkur manna er bara sem betur fer misjafn. Ætli Haukur hafi bara nokkurn tíma smakkað skötu? :o)

Páll Rúnar Pálsson (IP-tala skráð) 24.12.2007 kl. 01:29

5 Smámynd: Haukur Nikulásson

Páll ég skal játa að ég hef varla komið mikið nær en að finna lyktina. Ég hef trúlega verið smábarn þegar ég frussaði þessu út úr mér.

Ég get bara ekki sagt að ég hafi neinn áhuga á að prófa aftur. Lyktin og ljótleikinn sér til þess.

Þar sem ég hef sjálfur skrýtnar sérþarfir get ég alveg unnt ykkur að njóta þessa matar ef þið svo kjósið. 

Haukur Nikulásson, 24.12.2007 kl. 01:50

6 Smámynd: Sigurjón

Þegar ég var vinnumaður í Búrfelli, var skata einu sinni í mánuði og át ég BARA skötuna, en fúlsaði við saltfisknum, enda finnst mér hann óætur miðað við þá matreiðslu sem hann fékk á mínum yngri árum.  Hvernig stendur á því að það gleymist að útvatna fiskinn og ekki sízt að hann er soðinn í 30 mínútur eða meira?  Viðbjóður!  Svo er Ýsan ekki skárri svona soðin...

Skatan er jafn góð og hákarlinn kæsti.  Ekki þarf brennivín eða neitt annað með, enda lostæti hið mesta og mætti vera oftar á borðum mín vegna. 

Sigurjón, 26.12.2007 kl. 05:37

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband