Heil vika á golfvöllum Spánar

Ég og Arnar fórum í viku golfferð til Spánar. Af þeim sökum hef ég ekki nennt að setja niður einn einasta punkt í bloggið, ákvað að gefa því líka frí á meðan þó ég hefði aðstöðu til þess alla ferðina.

Ferðin tókst í alla staði vel og við vorum meira að segja svo heppnir að rigningarspárnar höguðu sér þannig að rigna áður en við byrjuðum 4 og hálfan tíma (18 holur) hring og síðan bara þegar við höfðum lokið leik. Þannig gekk það í fjóra daga í röð.

Við spiluðum þrjá velli nálægt Torrevieja. Villamartin völlurinn er slæmur og varla boðlegt að rukka þar fullt gjald. Þar er mikil vinna í gangi og búið að klessa öllum teigum á rautt og jafnvel færa þá framfyrir rauða teiga. La Finca nálægt Algorfa er 4ra ára gamall og er stór, breiður og glæsilegur í alla staði. Hann er erfiður á fótinn. Þarna er umhirða gjörólík Villamartin sem er þó í eigu sömu aðila. Las Ramblas völlurinn er mjög fallegur og þokkalega hirtur. Þar er verið að byggja nýtt klúbbhús og því erfitt að finna afgreiðsluna í fyrstu. Þarna er mikið landslag og því mjög gaman að labba þennan völl. Brautirnar eru líka skemmtilega fjölbreyttar. Campoamor völlinn fórum við ekki vegna þess orðspors sem fer af honum núna þ.e. að hann sé í óboðlegu ástandi. Við keyrðum þó á svæðið og því verður ekki neitað að umhverfi hans er mjög glæsilegt.

Pabbi og mamma tóku mjög vel á móti okkur og gistum við hjá þeim þessa viku í yfirlæti sem hæfði a.m.k. 6 stjörnu hóteli!

Eftir stendur að ekkert plagaði mann í þessari ferð nema á köflum eigið getuleysi í þessari íþrótt. Ég er hvorki fyrsti né síðasti maðurinn til að þurfa þola þá staðreynd.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 40
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband