Barnauppeldi fært til Alþingis

Sumt af því sem okkar kjörnu fulltrúar á Alþingi taka sér fyrir hendur er í hæsta máta undarlegt og skrýtið.

Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir freistar þess nú að forða pirruðum foreldrum frá nöldri heimtufrekra krakka sinna með því að banna auglýsingar á því sem krakkar sífra og væla um. Þetta er formáli þingskjals nr. 47:

"Alþingi ályktar að fela heilbrigðisráðherra að kanna grundvöll fyrir setningu reglna um takmörkun auglýsinga matvöru sem beint er að börnum ef matvaran inniheldur mikla fitu, sykur eða salt, með það að markmiði að sporna við offitu, einkum meðal barna og ungmenna. Ráðherra leitist í þessu skyni m.a. við að ná samstöðu með framleiðendum, innflytjendum og auglýsendum um að þessar vörur verði ekki auglýstar í sjónvarpi þegar barnaefni er á dagskrá og þá ekki fyrr en eftir klukkan níu á kvöldin."

Ég held að þingmaðurinn sé vel meinandi en samt finnst mér eins og það sé margt þarfara að gera á þessum vinnustað heldur en að standa í því að láta Alþingi taka að sér barnauppeldi með aukinni og sérkennilegri forræðishyggju.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Aldrei þessu vant alveg sammála. Fullorðið fólk á að geta haft vit fyrir krökkunum. Forræðishyggja sem þessi er alvond og ógeðfelld.

Ingvar Valgeirsson, 20.11.2007 kl. 13:06

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 264903

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband