Hvaða hálfvitar trúa því að menn fagni húsleit af þessu tagi?

Við erum mörg eldri en tvævetra eins og sagt er.

Framkvæmdastjórar Bónuss og Krónunnar hafa stamað, svitnað,  hóstað og þvælt svo mikið í viðtölum að annað eins hefur ekki sést síðan Alfreð Þorsteinsson var í sem mestum vandræðum með að ljúga sig frá vandræðagangi Línu.net á sínum tíma.

Öll ofangreind einkenni ásamt þurrum límkenndum vörum eru dæmin um það þegar menn eru að ljúga blákalt. Í þessari stöðu eru þessir háttlaunuðu starfsmenn aumkvunarverðir aular. En þeir vita sem er að þeir þurfa bara að ljúga í smá tíma og svo geta þeir haldið áfram að gera það sem þeir hafa alltaf verið að gera: Víla, díla, blekkja, skekkja, breyta, skreyta, smjúga, ljúga o.s.frv.

Það sem er verst að þetta hefur nákvæmlega engar afleiðingar. Fólk er svo fljótt að gleyma og það getur hvort eð er ekki verslað annars staðar. Verslun í landinu er kominn á svo fáar hendur. En þetta er samt ekkert verra en annars staðar í heiminum. Við erum hvorki betri né verri en aðrar þjóðir í þessum efnum. 


mbl.is Samkeppniseftirlitið gerir húsleit hjá Bónus og Krónunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

það sem er mest fyndið er að bónus og krónan hafa haft þó nokkuð marga daga til að undirbúa heimsóknina góðu... tek ekkert mark á þessu enda veit ég ýmislegt.

Óskar Þorkelsson, 15.11.2007 kl. 22:02

2 Smámynd: Sigurjón

Jamm.  Þeir hafa haft meira en viku til að fela fákeppnina...

Sigurjón, 16.11.2007 kl. 05:06

3 Smámynd: Sigurjón

Ef þú ert að meina ,,raid"-diska, er auðveldlega hægt að eyða því út á einum degi eða svo.  Það er hægt að eyða skugganum út á tiltölulega auðveldan hátt...

Sigurjón, 17.11.2007 kl. 04:42

4 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Fagna húsleit - álíka líklegt og að menn fagni samkeppni, eins og menn segjast gera æði oft.

Ingvar Valgeirsson, 18.11.2007 kl. 13:14

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 8
  • Sl. sólarhring: 16
  • Sl. viku: 39
  • Frá upphafi: 264890

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband