Veit maðurinn ekkert hvað á að gera við peningana núna?

Ég á ekki orð yfir þennan fíflagang í fjármálum.

Forsætisráðherra er ekki fyrr búinn að koma konunni sinni fyrir í feitu nefndarstarfi og þá bætist þetta við í ofanálag.

Þessari sjálftöku og mútum í sambandi við "störf" á vegum opinberra aðila verður að linna. Það kemur nákvæmlega ekkert út úr þessu nefndarrugli annað en að einkavinir forsætisráðherrans fá peninga út úr samfélagsbuddunni og reitir almenning til reiði vegna bruðls. Mönnum er steinhætt að vera sjálfrátt í sóuninni á almannafé.

Það kemur að því að góðlegt bangsaandlit forsætisráðherrans fái sama blæ og góðlegt stráksandlitið á Bjarna Ármannssyni. Græðgi þessara manna eru engin takmörk sett.


mbl.is Forsætisráðherra skipar nefnd um ímynd Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Þó svo ég sé hreint ekki alltaf hrifinn af nefndum og ráðum finnst mér þetta reyndar alls ekki svo slæm hugmynd. Verst að þessi hugmynd, eins og aðrar góðar hugmyndir, á eflaust eftir að breytast í skít í meðferð hins opinbera.

Vona þó hið besta, enda bjartsýnn maður og hress sem Hemmi.

Er Ovation að slá í gegn?

Ingvar Valgeirsson, 7.11.2007 kl. 11:56

2 identicon

Forgangsröðunin í þessu landi er arfavitlaus. Peningum sóað út og suður í gæluverkefni á meðan skólamál,heilbrigðismál,félagsleg mál eru í svelti. Á meðan Sigurður Kári berst fyrir að koma bjórnum í næstu búð vill Pétur Blöndal ekki hækka barnabætur því þá myndu foreldrarnir bara kaupa sér bokku......

Hólmdís Hjartardóttir (IP-tala skráð) 7.11.2007 kl. 12:56

3 Smámynd: Haukur Nikulásson

Ingvar, þú hefur ekki misst trúna á þínum (mínum fyrrverandi) mönnum. Þú áttar þig fyrr en síðar.

Ovation VXT gítarinn er kominn á pikkfast. Eigandinn er alvarlega hrifinn af nýju ástinni sinni. Mér þótti það eiginlega leiðinlegt að þið skylduð ekki fá að hafa hann lengur!

Haukur Nikulásson, 7.11.2007 kl. 14:26

4 Smámynd: Ingi Geir Hreinsson

Engin takmörk, ekkert siðferði, engin sómakennd og menn kunna ekki að skammast sín.

Ingi Geir Hreinsson, 7.11.2007 kl. 21:12

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband