Guðjón hefði hentað betur en Ólafur

Ólafur er góður þjálfari. Við höfðum góða reynslu af honum hjá Þrótti og hann hefur náð góðum árangri hvar sem hann hefur verið. Hann er því til alls góðs maklegur.

Um landsliðið finnst mér gegna öðru máli. Þó að Ólafur sé góður þjálfari þá er hann ekki eins blóðugur upp fyrir haus eins og Guðjón. Þetta er þá í þeirri merkingu að ég tel landsliðið ekki þurfa þjálfara heldur miklu fremur brjálaðan leiðtoga sem öskrar þessa stráka í stuð á réttu augnabliki fyrir leiki. Þeir fá svo góð frí frá honum á milli!

Stjórn KSÍ ætti að vera kunnugt um þetta en hér lítur út fyrir að þeir vilji áfram vera í náðugu djobbi því Ólafur er allt of líkur "þægu" strákunum sem hafa verið viðloðandi landsliðið allt of mörg undanfarin ár með allt of skaplausum árangri. 


mbl.is Ólafur ráðinn landsliðsþjálfari?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég hef nú ákveðnar skoðanir á þessum málum. Guðjón Þórðarson var góður á þeim sem hann var við stjórn en síðan eru liðin mörg ár. 

Ég hef ekki trú á því að töfralausn knattspyrnumála á Íslandi sé að reka þjálfarann, ég held að hún felist í því að hafa góða leiðtoga á öllum sviðum hjá KSÍ. Það er þar sem þessari endalausu vitleysu er stjórnað, ef illa gengur þá rekum við bara þjálfarann viðhorf. Við þurfum í fyrsta  lagi að koma okkur niður á ákveðið plan og þessu plani þarf KSÍ að fylgja og jafnframt að styðja sinn þjálfara í starfi. Hann á ekki að þurfa að búa við þá endalausu hugsun að ef illa gengur verði hann rekinn úr starfi. Hann á að hafa næði til að byggja sitt lið upp og í þessu tilfelli getur það tekið nokkur ár. Ég hef ekki trú á að við þurfum einhvern þjálfara sem getur bara öskrað á strákana til afreka það er hræðslustarfsemi og á ekkert skilt við fótbolta. Við þurfum þjálfara sem hefur sýn og hann þarf að fá frið til þess bæði af KSÍ og íþróttafréttamönnum. En ég verð bara að óska nýjum þjálfara heilla í nýju starfi sem hann heldur vonandi í einhvern tíma áður en hann verður rekinn. Því það verður hann örugglega ef KSÍ fer ekki að taka til hjá sér.

Lifið heil. 

Baldvin Baldvinsson (IP-tala skráð) 29.10.2007 kl. 10:16

2 Smámynd: Haukur Nikulásson

Takk fyrir innleggið Baldvin. Þú oftúlkar orð mín svolítið ef þú heldur að ég vilji hræða skítinn úr strákunum til afreka, það er nú ekki það sem ég á við. Ég á við að sálræni hvati þjálfarans sé metinn hærra en hefðbundin "þjálfun" þar sem við erum að velja úr hópi atvinnumanna sem okkar landsliðsþjálfari á ekki að þurfa að kenna sérstaklega fótbolta, heldur fyrst og fremst að sjá til þess að hugarfar þeirra í leikjum og leikskipulag sé í lagi.

Ég er ekki sammála þér um að það þurfi "nokkur ár" til að "byggja upp" landslið í fótbolta. Liðið er til og það meira segja mjög vel mannað á köflum. Það þarf mann sem kann að vinna úr efninu og skilur eðli verkefnisins. Við hljótum að vera sammála því að það er verulegur munur á að stjórna félagsliði og landsliði. Af þessum sökum myndi ég vilja Ólaf sem þjálfara í félagsliði og á sama tíma tel ég hinn umdeilda Guðjón Þórðarson geta hentað sem "stjóra" landsliðsins. Mér finnst landsliðs"þjálfari" vera rangnefni á þessu starfi. 

Haukur Nikulásson, 29.10.2007 kl. 10:25

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 264892

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 36
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband