Hætti öll Snow Removal deildin?

Eitthvað virðist augljóst að vallarstarfsmenn hafi verið óviðbúnir fyrstu hálku á vellinum og ég velti því fyrir mér hvort starfsmenn Snow Removal deildarinnar hjá Slökkviliðinu hafi allir verið reknir? Er hægt að kenna reynslu- og fyrirhyggjuleysi hér um? Eða voru þetta mistök flugmannsins?

Það læðist að mér að hér sé um enn eitt klúðrið að ræða í tengslum við viðtöku á varnarsvæðinu og flugvellinum.

Óbeint tengt þessu eru fréttir af seinagangi við að rannsaka eignaumsýslu utanríkisráðuneytisins og þá sérstaklega Valgerðar Sverrisdóttur á fasteignum sem frostsprungu fyrir réttu ári. Á þeim tíma taldi ég að um hátt í eins milljarðs tjón hefði orðið þarna en það mál hefur bara verið þaggað niður.

Reyndar finnst mér með ólikíndum að aðalsökudólgurinn í því máli, fyrrverandi utanríkisráðherra, rífur nú bara kjaft um seinagang í meðferð málsins. Henni liggur greinilega mjög á að fá áfellisdóminn, hún bar nefnilega sjálf langmestu ábyrgð á því klúðri öllu sem ráðherra. 


mbl.is Farþegaflugvél rann út af flugbraut á Keflavíkurflugvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"Snow Removal" deildin var ekki rekin... Hún fór bara heim til USA með öllum hinum.

Guðmundur Zebitz (IP-tala skráð) 28.10.2007 kl. 10:43

2 Smámynd: Haukur Nikulásson

Gummi, ég þoli svo illa stríðni

Haukur Nikulásson, 28.10.2007 kl. 10:47

3 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Gott dæmi um hvað stjórnmálamönnum er vel treystandi í svona málum. Það gæti verið ráð að stytta aðeins sumarfríin hjá þeim svo að þeir geti verið aðeins meira inni í þeim málum sem þeim er ætlað að sjá um. Það er ekki eins og að það sé ekki smá afgangur af rekstri þessara flugvallar til að koma í veg fyrir svona slys.

Kjartan Pétur Sigurðsson, 28.10.2007 kl. 10:53

4 identicon

 ég skal lána þér vasaklút... eða vantar þig faðmlag?  Annars fer að verða kominn tími á kaffibolla, þarf að kíkja til þín við tækifæri.

Guðmundur Zebitz (IP-tala skráð) 28.10.2007 kl. 10:56

5 Smámynd: Haukur Nikulásson

Alltaf gaman að sjá þig Zebbi, kaffið verður tilbúið!

Haukur Nikulásson, 28.10.2007 kl. 11:01

6 identicon

Það kann einhverjum að finnast það langsótt að kenna Valgerði Sverrisdóttur um þetta.  Eins kann einhverjum að þykja það einkennilegt að agnúast út í hana þótt hún finni að því að utanríkisráðuneytið, sem hún nota bene hefur ekki stýrt frá því í maí sl. skuli ekki afhenda Ríkisendurskoðun gögn vegna rannsóknar sem hún sjálf fór fram á.  Ég tel reyndar að fæstir stjórnmálamenn hefðu haft frumkvæði að slíkri rannsókn á eigin embættisfærslum.  En hvað um það.  Nú tíðkast þau breiðu spjótin og Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn hafa aðeins komið tvennu í verk.  1) Að leggja fram frumvarp um að áfengi sé selt í matvöruverslunum og 2) að reka skipulega úr embættum og störfum á vegum ríkisins alla þá sem tengjast eða hafa tengst Framsóknarflokknum.   Hér virðast vera á ferðinni einhverskonar "hreinsanir" að hætti fyrrum ráðstjórnarríkja.   En auðvitað er allt Framsókn að kenna, hvað sem öðru líður.   Það er m.a.s. reynt að kenna einum Framsóknarmanni, BIH, um klofninginn, úlfúðina og spillinguna í borgarstjórnarflokki Sjálfstæðisflokksins. 

Eins gott að Framsóknarflokkurinn er til.  Annars væri ekki hægt að kenna neinum um það sem miður fer og aðrir flokkar yrðu bara að axla ábyrg af verkum sínum sjálfir

Hreiðar Eiríksson (IP-tala skráð) 28.10.2007 kl. 11:19

7 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Ég var nú einu sinni farþegi í vél frá Oslo sem rann út í móa.. þá sá kaninn um þetta skilst mér, var að mig minnir desember 1999..  vei ! ég hef lent í flugslysi sem sagt.

Óskar Þorkelsson, 28.10.2007 kl. 12:02

8 Smámynd: Haukur Nikulásson

Takk fyrir upplýsingarnar Andri. Auðvitað heitir þetta núna snjóruðningsdeild. "Snow removal" er frá þeim tíma er ég vann þarna.

Heiðar, ég er ekki í sérstakri herferð gegn Framsóknarflokknum, bara að benda á þetta tiltekna klúður Valgerðar. Hún fékk margar viðvaranir um að pípulagnir gætu frostsprungið en gerði ekkert í þessu vegna þess að hún ætlaði að spara kostnað við heitt vatn í ónotuðum húsum. Það var engin virðing borin fyrir þeim eignum sá þá voru komnar í hennar umsjá og forræði. Klúður upp á milljarð króna er ekki eins og framleiðslumaður sem misst hefur nokkra diska... 

Haukur Nikulásson, 28.10.2007 kl. 13:07

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 264892

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 36
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband