Landsmenn allir borgi sportdvöl á eldfjallaeyju

Ég  viðurkenni að ég læt pirrast yfir því að  fólk, sem býr á  sérkennilegum, fámennum og erfiðum stöðum úti á landi, geri endalausar kröfur um að fá sama lifistandard og þeir sem búa í hagkvæmara þéttbýli.

Það er eins og þetta fólk hafi engan skilning á því að þau eru að gera kröfur um að aðrir borgi fyrir þá sérvisku sem felst í því að búa á stöðum sem eru óaðgengilegir vegna samgangna eins og Vestmannaeyjar og Grímsey.

Vestmannaeyjar eru sér kapítuli. Þarna eru virk eldfjöll og það var gerð misheppnuð tilraun til að koma þessu liði öllu saman í land árið 1973 með ærnum tilkostnaði sem þjóðin borgaði og það dugði ekki til. Þetta lið sækist í að vera í eldgígnum og aftur eigum við að kosta milljörðum af sameiginlegu skattfé almennings til að halda þessari vitleysisbyggð úti. Þetta svæði hentar ekki fyrir neitt nema sumarhús í mesta lagi.

Kjósi ég að flytja til Loðmundarfjarðar ásamt fjölskyldunni get ég samkvæmt þessu gert kröfu um að þar verði boruð jarðgöng, reist heislugæslustöð, íþróttahús og ráðhús af því að ég eigi rétt á því sama og aðrir. Meira að segja Vestmannaeyingum dytti ekki í hug að taka undir með svoleiðis rugli.

Það er kominn tími til að stjórnmálamenn taki á þessum málum. Þétting byggðar er orðin nauðsynleg og sérviska í búsetuvali á að vera á kostnað þeirra sem kjósa að vera á stöðum eins og í Vestmannaeyjum.


mbl.is Vilja að ný Vestmannaeyjaferja beri 55 bíla og 350 farþega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég hélt að fólk eins og þú hefðir dáið í kringum 1900, afhverju mega aðrir en höfuðborgarbúar ekki fá samgöngur í nútímahorf??? Verður fólk að eiga heima í Reykavík? Líka fólkinu sem langar ekki að eiga heima á höfuðborgarsvæðinu? Afhverju er verið að eyða hundurðum milljóna og milljörðum í vegaframkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu í mislæg gatnamót og fleira, þið kjósið að búa þarna og í þeim bílaflota sem þar er, afhverju er verið að moka peningum í ykkur svo þið séuð 10 mín á milli staða í stað 15, þið  eigið bara að sætta ykkur við að búa í borg? Þetta er svona álíka gáfulegt og þú ert að reyna halda fram. En svona til að upplýsa þig um það þá borga Eyjamenn , alveg eins og Akureyringar og Ísfirðingar skatta og það miklu miklu meira af þeim en þeir fá nokkurn tímann í baka. Svo borgar fólk í ferjuna ef það vill fara með henni þannig að þú ert ekki neyddur. Annars er moggabloggið kannski versti angi lýðræðis, þá fá hálfvitar eins og þú að vaða uppi, því miður fyrir flesta bloggarana sem hafa þó eitthvað á milli eyrnanna!!

Steini (IP-tala skráð) 25.10.2007 kl. 09:05

2 identicon

Guð hvað ég er hjartanlega sammála þér Steini! Svo er líka hinn vinkillinn - mér finnst mjög gaman að ferðast um Ísland, en það fer geðveikt í taugarnar á mér að ég neyðist helst til að kaupa rándýran upphækkaðan jeppa til að eiga kost á því að skoða landið almennilega! Þannig að ég, borgarbúinn, vil endilega að ríkið eyði miklu meiri peningum í að bæta vegi og samgöngur á landinu! Svo er nú ekki heldur pláss fyrir alla í Reykjavík... ..getur fólk ímyndað sér hvernig þetta yrði ef ALLIR byggju á höfuðborgarsvæðinu á þessu stóra landi! Come on, hafið smá vit í hausnum...

Heidi (IP-tala skráð) 25.10.2007 kl. 09:23

3 Smámynd: Sigursveinn

Svona sjónarmið líkt og Haukur setur fram eru honum sjálfum til minnkunar. Í raun vorkenni ég svona þenkjandi fólki, sem heldur að allt sé búið til í henni Reykjavík. Eyjamenn hafa í gegnum tíðina borgað sína skatta og skyldur sem að mörgu leyti hafa farið í að byggja upp borgina hans Hauks. Það er algengur misskilningur fólks að allt fjármagn sem lagt er í borgina sé til hagræðingar og allt fjármagn sem fer á landsbyggðina er styrkur/ölmusa. En því miður eru margir sem vita ekki betur eða vilja ekki vita betur. Því fólki vorkenni ég. 

Sigursveinn , 25.10.2007 kl. 09:26

4 identicon

Það er nú stundum skemmtilegt að lesa hérna bloggið hjá þessum furðufuglum sem vaða hérna uppi og halda að þeir séu miðpunktur alheimsins bara af því að þeir fá að skrifa nokkrar línur á netið. Það sem þessi náungi er að segja er varla svaravert því að hann hefur ekki kynnt sér málið að neinu viti,hann sér bara einhverja fyrirsögn og byrjar að láta dæluna ganga. Orðið sem ég leita af er heimskur og ef að hann hefur fyrir þvi að athuga hvað orðið þýðir þá sér hann að að hann er að verða eins og hillbillybúarnir í USA og vita ekkert hvað er að gerast neinstaðar annarsstaðar nema fyrir framan nefið á þeim.

Maggi V (IP-tala skráð) 25.10.2007 kl. 09:32

5 Smámynd: Júlíus Sigurþórsson

Það er nú kannski óþarfi að hreyta í Hauk þó þið séuð honum ekki sammála.

Ég get vel skilið sjónarmið beggja. Ef maður býr úti í eyju eða á öðrum afskektum stað, þá getur maður ekki ætlast til að samfélagið gangi þannig frá málum að maður komist til borgarinnar með augnabliks fyrirvara um leið og manni dettur það í hug. Sérstaklega þegar það kostar milljarða af samfélagspeningum.

Hitt er einnig sjónarmið að fólk á ekki að sitja undir því að þurfa að ákveða með margra daga fyrirvara ef fólk ætlar að bregða sér til borgarinnar til að panta far með skipinu og taka bílinn með. Hvað þá að þurfa að hrista sundur bíla sína á holóttum vegum í hvert skipti sem það þarf að sækja þjónustu eða í samkeppnisverslun sem bara sést í stærstu byggðarkjörnum. Í fiskibæ eins og Vestmannaeyjum hlýtur að vera hægt að setja upp siglingar með lítið gámaskip þrisvar í viku eða eitthvað álíka svo Herjólfur sé ekki fullur af flutningabílum í hverri ferð, en kannski væri þá bara dýrara að sigla í hverri ferð....

En mér finnst allavegana það vera mannréttindi hvers manns að geta komist til borgarinnar án þess að vera á sérútbúnum bíl eða ákveða það með hálfs mánaðar fyrirvara til að geta tekið bílinn með.

Júlíus Sigurþórsson, 25.10.2007 kl. 09:47

6 identicon

Ég er sammála þér Haukur.

Fólk sem er ósammála þér og þarf að kalla þig hálfvita til að ítreka sitt mál, er greinilega komið í þrot í sínum málflutningi.

Gangnaframkvæmdir í fjörðum sem ég man ekki hvað heitir eða mislæg gatnamót Kringlumýrabraut/Miklubraut, auðvitað á að fara í það sem er hagnast sem mestum fjölda fólks.  

P.s. Ég er utan af landi. 

Óskar (IP-tala skráð) 25.10.2007 kl. 09:48

7 Smámynd: Haukur Nikulásson

Ég skal ekki neita því að ég átti von á þessum viðbrögðum. Þó svo mér líki illa að vera kallaður hálfviti af fólki sem ekki segir til nafns og þekkir mig ekki, þá byrja ég ekki á því að fjarlægja slíkar athugasemdir núna. Vinsamlegast sleppið samt dónaskapnum.

Ég minni á að það eru ekki nema örfáir mánuðir síðan mörgum eyjamanninum þótti sjálfsagt að boruð yrðu göng til Vestmannaeyja þótt það myndi kosta 11 milljónir á hvert mannsbarn í landinu!

Þó ég vilji þéttingu byggðar þá er ég ekki að meina að allt fari til Reykjavíkur, heldur að slík þróun eigi sér stað á kjarnastöðum úti á landi. Við skulum ekki horfa framhjá því að hér togast á átthagafjötrar í tilfinningasemi gagnvart heimabyggðinni sinni og síðan skynsemin í hagkvæmni stærðarinnar. Við megum líka vera ósammála.

Haukur Nikulásson, 25.10.2007 kl. 09:51

8 Smámynd: Vinir Ketils bónda, áhugamannafélag

Haukur, þú getur ekki talað um sportdvöl á eldfjallaeyju, sagt að reynt hafi verið að koma þessu liði öllu saman í land, talað um að til standi að kosta milljörðum af skattfé almennings til að halda þessari vitleysisbyggð úti og sagt að meira að segja Vestmannaeyingum dytti ekki í hug svoleiðis rugl. Og ætlast samt til þess að fá málefnalega umræðu.

Ef þú villt að fólk sé málefnalegt við þig, þá skalt þú vera málefnalegur við það.  Ég trúi ekki öðru en að menn sem tala eins og þú og þykjast svo vera voðalega málefnalegir, greindir og sniðugir séu hálfvitar. Sorrí, en ég bara trú því ekki að fólk sem er að minnsta kosti í meðallagi greint láti svona lagað út úr sér, og ætlist svo til þess að vera tekið alvarlega.

Ég gæti vel haft rangt fyrir mér. Ég þekki þig svo sem ekki neitt og þú gætir vel verið fluggreindur, þó þú talir eins og fífl. En þín vegna ætla ég að vona að ég hafi rétt fyrir mér, því eina afsökunin fyrir að haga sér eins og fífl er að vera fífl.

Og svo að þetta sé ekki nafnlaust, þá heiti ég Helgi Ólafsson. 

Vinir Ketils bónda, áhugamannafélag, 25.10.2007 kl. 11:25

9 identicon

Við skulum ekki gleyma því að þessi svokallaða "sportdvöl" er eitthvað sem um aldaraðir hefur haldið landsmönnum tórandi. Frá Eyjum hefur í gegn um tíðina stór hluti tekna þjóðarbúsins komið og ekkert nema sjálfsagt að Eyjamenn fái a.m.k. að njóta lítils brots af því í formi EÐLILEGRA samgangna frá Eyjum upp á land.

Gleymum heldur ekki að Ísland er stærsta eyjan í úteyjaklasa Vestmannaeyja :o)

Páll Rúnar Pálsson (IP-tala skráð) 25.10.2007 kl. 11:29

10 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Ég er utanaf landi en er sammála Hauki að miklu leiti.  mér finnst alltaf gaman að lesa þegar menn svara svona málflutningi með því að segja : þið í Reykjavik haldið að verðmætin skapist í reykjavik.. umm já verðmætin skapast í reykjavik, en fyrir 10-100 árum þá voru þau sköpuð að mestu úti á landi.

Vestmannaeyjar eru sérkapituli og eiga sérstakan sess í þjóðarsálinni og er ég viss um að reykjavikurpakkið mundi vilja teygja sig langt til þess að Vestmannaeyjar mundu fá almennilegar samgöngur.. þó ekki göng.  Verðmætasköpun vestmannaeyjinga eru talsvert ofmetinn án þess að ég sé neitt að gera lítið úr þeim, enda standa þar frystihúsin oftast nær auð og verkefnalaus vegna útflutnings á ferskum fiski í gámum til vinnslu í evrópu og víðar.  kæmi það ekki á óvart að verðmætasköpun pr haus sé svipuð í eyjum og á reykjavíkursvæðinu.  Nostalgían glepur mönnum sýn á verðmætin.

Ég mundi vilja leysa málið með því að fá aðra ferju, hafa þær tvær í rekstri þá held ég að málið sé leyst að mestu. Þann tíma ársins sem önnur ferjan væri ónauðsynleg þá mætti hugsanlega nýta hana í önnur verkefni..

Er að vestan og þangað eru samgöngur í ólestri ..

Óskar Þorkelsson, 25.10.2007 kl. 11:37

11 Smámynd: Haukur Nikulásson

Helgi, þú sýnir ekki almenna kurteisi en það verður að vera bara áfram þitt vandamál. Þú færð mig ekki til að uppnefna þig á móti.

Ef Vestmannaeyjar væru ekki þegar í byggð dytti engum í hug að setja þar upp bæjarfélag á virku eldsvæði. Það er fyrir mér ámóta eins og að setja fjölmenna byggð utan í Hekluhlíðar. Ég kalla það vitleysisbyggð að setjast að á eldgíg og það má kalla mig hálfvita fyrir að segja ykkur þetta. Ég man ennþá eins og gerst hafi í gær þegar við tókum á móti Eyjamönnum til lands úr eldgosinu. Þjóðin sýndi þeim ekkert nema elsku og hjálpsemi á þeirri stundu.

Eyjamenn "eiga ekkert inni" hjá þjóðinni frekar en aðrir staðir á landinu. Þeir hafa notið afraksturs vinnu sinnar eins og aðrir.

Ég skal þó láta það út úr mér að ég væri frekar til í að setja fjármuni í að styrkja eyjamenn til að flytja en að verja þeim í samgöngubætur. Slíkt mætti gera víðar til að gera byggð í landinu hagkvæmari, og í tilviki Vestmannaeyinga, miklu öruggari.

Haukur Nikulásson, 25.10.2007 kl. 11:45

12 identicon

þetta eru viðlíka hugmyndir og Sirinovski hefur um Ísland þar sem hann vill bara hafa fangabúðir.  Skemmtileg grein samt Haukur.  Þú hefur húmor og veist hvernig á að fá áreiti á síðuna þína.  Láttu það samt bitna á öðru fólki en Eyjamönnum næst.  Þetta er svo veiklundaður málflutningur að vorkunnsemi í þinn garð kemur framar reiði við lesturinn ef maður ætti að taka hann alvarlega.

Jón Óskar Þórhallsson (IP-tala skráð) 25.10.2007 kl. 11:59

13 Smámynd: Vinir Ketils bónda, áhugamannafélag

Ætlunin var aldrei að vera kurteis Haukur. Hef ekki tamið mér það að vera kurteis við fólk sem talar niður til mín. Og uppnefningin var ekki önnur en að segja að þú talaðir eins og fífl, og að mér þætt fólk sem tjáir sig með þessum hætti, en ætlast samt til þess að vera tekið alvarlega, vera upp til hópa illa greint.

En varðandi það að Eyjamenn eigi ekkert inni hjá þjóðinni, þá á höfuðborgarsvæðið heldur ekkert inni hjá Eyjamönnum.

Til mjög margra ára skilaðu Vestmannaeyjar, stærsta verstöð Íslands, um 10% af þjóðartekjunum. það gerir um 0,002 til  0,0025%  af heildartekjum þjóðarbúsins  per  haus  í  Eyjum.  Til  þess  að það  væri  sambærilegt  per haus á höfuðborgarsvæðinu, þyrfti það að skila ca. 260 til 375% af þjóðartekjunum á ári. Semsagt þyrfti höfuðborgin að skaffa tvisvar til fjórum sinnum það sem kemur alls í kassann hjá ríkinu til að innkoman væri svipuð per haus.

Það er ekki bara raus að segja að verðmætin verði ekki öll til á höfuðborgarsvæðinu.

Og hvað samanburðinn á Heimaey og Heklu varðar, þá er það ekki til þess að auka álit mitt á þér að þú setjir samasem merki á milli byggðar á stað þar sem hefur einu sinni gosið á sögulegum tíma og staðar sem gýs á um 10 til 20 ára fresti. 

Vinir Ketils bónda, áhugamannafélag, 25.10.2007 kl. 12:05

14 Smámynd: Óskar Þorkelsson

samanburður á Heklu og Heimaey er ekkert svo langsóttur Helgi !

Hekla hefur líka gosið reglulega á um 80-100 ára fresti en hefur verið að breytast í 10 ára tímabil síðan 1970 en gosinn minni í umfangi.. eyjar eru tengd þessu gossvæði ásamt eyjafjallajökli og kötlu svo líkur á gosi í eyjum aftur eða í næsta nágrenni eru töluverðar. 

Óskar Þorkelsson, 25.10.2007 kl. 12:31

15 Smámynd: Haukur Nikulásson

Helgi, mín greindarvísitala hefur mælst yfir meðallagi. Þú ert í málefnafátækt að hamra á andlegri getu minni í þessu máli. Með þessu áframhaldi gæti ég farið að efast um þína!

Eyjamenn gáfu aldrei fiskinn sem þeir veiddu, hann var seldur þér til upplýsingar. Þeir fengu fullgreitt fyrir hann. Hafi eyjamenn aflað þessara tekna þá urðu þær eftir í Vestmannaeyjum. Gott ef einhverjir þeirra telji sig ekki eiga ennþá óveiddan fisk í sjónum sem skv. stjórnarskrá er þó sameiginleg auðlind.

Þú ert fljótur að gleyma eða hefur ekki lesið eigin sögu? Það gaus í Surtsey 1963 og það gaus aftur 1973 í Heimaey. Ég held að ég fari rétt með að allar Vestmannaeyjar hafi komið upp úr gosum. Þetta er því skv. öllum skilgreiningum virkt eldgosasvæði. Hér skal ég þó gefa þér þau rök að það geti líka gosið hvar sem er ef því er að skipta og ekkert er öruggt. Spurningin er hvort við viljum taka aukna áhættu þar sem hún er til staðar.

Haukur Nikulásson, 25.10.2007 kl. 12:35

16 Smámynd: Vinir Ketils bónda, áhugamannafélag

Ég skil þig ekki Haukur. Hvað þú ert að meina með veiddan og óveiddan fisk. Auðvitað var fiskurinn seldur, en Vestmannaeyingar borga skatta eins og annað fólk. Þaðan koma tekjurnar sem ég var að tala um, þessi 10%. Ég var ekki að tala um það sem rann í vasa þeirra sem unni við þetta. Enda skiptir það náttúrlega engu máli hvað tekjur þjóðarbúsins varðar.

Surtsey er ekki Heimaey. Og síðast þegar ég vissi bjó enginn úti í Surtsey. Auðvitað urðu allar Vestmannaeyjar til í eldgosum. Allt landið varð til eldgosum. En gosið í Heimaey er það eina sem hefur orðið þar frá landnámi og, ef frá er talið gosið þegar Surtsey varð til, það eina í Vestmannaeyjaklasanum frá því að land byggðist. Það er ekkert sambærilegt við Heklu, hvort sem þú talar um gos á 10 - 20 ára millibili eða 80 - 100 ár.

Talandi um málefnafátækt, þá vísa ég bara í það sem ég skrifaði fyrst.

"Haukur, þú getur ekki talað um sportdvöl á eldfjallaeyju, sagt að reynt hafi verið að koma þessu liði öllu saman í land, talað um að til standi að kosta milljörðum af skattfé almennings til að halda þessari vitleysisbyggð úti og sagt að meira að segja Vestmannaeyingum dytti ekki í hug svoleiðis rugl. Og ætlast samt til þess að fá málefnalega umræðu."

Hvað gáfnafar mitt varðar, tel ég mig ekki rétta manninn til þess að meta það. Og hreint út sagt er mér nákvæmlega sama hvort þú telur það vera ofar stofuhita eða ekki.

Ég er algjörlega ósammála því að ég sé í einhverri málefnafátækt og tel að það sem ég hef skrifað hér í þetta kommentkerfi tali sínu máli. En það er náttúrlega algjörlega ykkar mál hvort þið kjósið að taka mark á því eða ekki.

Vinir Ketils bónda, áhugamannafélag, 25.10.2007 kl. 12:56

17 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Kvitt,það hafa allir rétt á að hafa sínar skoðanir hérna er það ekki/og svo deila menn/en þér  tókst að hrista uppi mörgum Haukur og það er þinn rettur og okkar allra/Kveðja Halli Gamli

Haraldur Haraldsson, 25.10.2007 kl. 13:20

18 Smámynd: Haukur Nikulásson

Gunnar, við flýjum að sjálfsögðu til Vestmannaeyja. Við eigum einn flótta inni hjá þeim!

Haukur Nikulásson, 25.10.2007 kl. 13:49

19 Smámynd: Óskar Þorkelsson

ha ha ha

Óskar Þorkelsson, 25.10.2007 kl. 15:19

20 identicon

svo stendur við myndina af þér að þú viljir bæta íslenskt samfélag ha ha !!!  Fyrirlitning á Eyjamönnum er væntanlega til að renna stoðum undir þá baráttu þína.  Þú ert ágætur.

Jón Óskar Þórhallsson (IP-tala skráð) 25.10.2007 kl. 16:18

21 Smámynd: Haukur Nikulásson

Jón Óskar, ég fyrirlít ekki Eyjamenn... a.m.k. ekki ennþá. Sumir þeirra gera þó sitt besta til að reyna að vekja upp hjá mér slíkar kenndir með með málflutningi sínum.

Haukur Nikulásson, 25.10.2007 kl. 17:27

22 Smámynd: Svartinaggur

Hvað er eiginlega að fólki hérna? Þótt Haukur kasti sprengju hérna á blogginu og kannski má sumt af því heita vanhugsað, þá skil ég ekki þessi komment um persónu hans eða gáfnafar. Ef einhverjum þykir málflutningur einhvers vera heimskulegur þá er sjálfsagt að búta málflutninginn niður lið fyrir lið, en helst ekki manninn sjálfan. Vinsamlega strjúkið kviðinn, andið djúpt og teljið upp að tíu. Þetta á líka við JÓÞ.

Svartinaggur, 25.10.2007 kl. 19:06

23 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Ég get nú ekki alveg verið sammála Hauki núna þó að það megi nú fara milliveginn í þessu öllu saman........auðvitað þarf að bæta samgöngur til bæði Grímseyjar og Vestmannaeyja...og jú það má líka að segja að það sé hættulegt að byggja á suðvesturhorninu vegna landhræringa.........en mér finnst að landsbyggðin eigi það inni fyrir að hafa haldið landinu á floti síðastliðin 100 ár eða svo að samgöngur þar séu bættar......eftir því sem samgöngur verða betri verður betra að búa þar og fl. vilja gera það.

Reykjavík er eins yfirfullt glas sem flæðir út um.....það er....það búa allt of margir þar með tilheyrandi vandamálum ......sem að jú kosta líka milljarða.

Einar Bragi Bragason., 25.10.2007 kl. 21:34

24 Smámynd: Óskar Þorkelsson

það væru engin vandamál í borg dauðans ef þetta dreifbýlisdót mundi hætta að flýja landsbyggðina

Óskar Þorkelsson, 25.10.2007 kl. 23:34

25 Smámynd: Árni Sigurður Pétursson

Æji það er nú alltaf gaman að lesa um fólk sem að gleymir því að það á heima á íslandi sem að er síðast þegar að ég vissi heilt land, en ekki einungis höfuðborgarsvæðið :)

En já síðuhöfundur, bara úr því að þú nefndir þetta með að eyjamenn (já ég er eyjamaður) hefðu heimtað göng sem að kosta 11 millur á hvert mannsbarn, það er bara andskotans vitleysa.

Við eyjamenn vildum láta rannsaka hvort að göng væru möguleg og þá hver kostnaðurinn hefði verið (og kostnaðurinn við það hefði verið ef að ég man undir 100 þús á hvert mannsbarn á eyjunni) ég er allavega ekki búinn að hitta neinn vestmannaeyjing enþá sem að hefur heimtað það að ríkið mundi byggja göng sem að kosta 40 milljarða eða eitthvað yfir því.

Úr því að það er verið að ræða herjólf, þá er verið að fara fram á það að skipið verði ekki of lítið eftir 1 ár eða 2. Síðast þegar að ég vissi þá er rosalega gott að horfa fram í tíman, en þess má geta að þetta skip sem að siglir núna er með nægt pláss fyrir farþegar í ca 80% ferða (heyrði þá tölu, ætla ekki að lofa því að hún sé rétt) en aftur á móti er alltof lítið pláss fyrir bíla, og það er það sem að við viljum hafa pláss fyrir.  Mín vegna mætti svo sem skipið alveg taka færri farþega ef að það skiptir þig svona rosalega miklu máli, en málið er að skipið mætti ekki minnka útaf því að ég vill hafa pláss fyrir bíl þarna öðru hverju.

Úr því að þú nefnir nú eldfjallaeyju, nú ætla ég mér að gera ráð fyrir því að þú búir á höfuðborgarsvæðinu, og síðast þegar að ég vissi þá er það rétt í kanntinum á virku eldfjallasvæði (alltaf að færast nær því meirað segja)

Þú vilt bæta íslenskt samfélag samkvæmt því sem að stendur í "prófíl" hjá þér, ég held að þér sé óhætt að breyta því

í það að þú viljir bæta reykvískt samfélag 

Árni Sigurður Pétursson, 26.10.2007 kl. 09:03

26 Smámynd: Haukur Nikulásson

Árni, við erum ekki að gleyma landinu langt í frá, við erum meira að segja að ræða það ef þú skyldir hafa gleymt því.

Þú leggur mér ranglega til alhæfingu. Ég sagði margir eyjamenn hefði þótt sjálfsagt að fá göng þótt þau kostuðu 11 milljónir á hvern mann í eyjum. Ég er ekki að ræða þetta í fyrsta skipti á þessari bloggsíðu og þú getur séð hér hvernig fyrri umræða fór fram. Það fór líka fram umræða á sama tíma í ljósvakamiðlum þar sem fleiri eyjamenn voru ekki feimnir við að gera þessa kröfu.

Það væri líka ágætt, Árni, að þú læsir það sem komið er í umræðunni svo ekki þurfi að leiðrétta þig. Ég áréttaði í athugasemd minni nr. 14 að það geti gosið allsstaðar. Ekkert sé öruggt. Þetta er spurning um að taka ekki óþarflega mikla áhættu í þessum efnum.

Ég verð var við að sumir eyjamanna eru svo æstir í þessari umræðu að þeir hirða ekkert um að lesa málflutning og rök annarra, og það sem verra er, sleppi sér bara í persónuníði og dónaskap.

Það er ekkert að því að reyna að bæta samgöngur til Eyja, það eru óhófs- og frekjukröfurnar sem ég sætti mig ekki við.

Ég vil ekki bara bæta íslenskt samfélag, ég vil bæta samfélag heimsins. Ef þú hirðir um að vita fyrir hvað ég stend geturðu lesið eitthvað af pistlunum mínum hér áður en þú efast um að ég hafi góðan vilja fyrir fleiri en reykvíkinga.

Haukur Nikulásson, 26.10.2007 kl. 11:12

27 Smámynd: Árni Sigurður Pétursson

Það sem að ég átti við með commenti mínu um Ísland, og þú virðist ekki hafa fattað, eða ekki viljað fattað, er það að menn virðast stundum gleyma því að Ísland er soldið stærra en bara höfuðborgarsvæðið, en mér finnst stundum íbúar þar vera búnir að gleyma því (nema jú, þegar kemur að því að fara að eyða peningum þangað)

ég las nú alveg svar þitt númer 14. en úr því að þú talar um að setja ekki of mikla áhættu, þá í fyrsta lagi þá hefur verið mun meira um skjálftavirkni (veit vel að skjálftar þurfa ekki að þýða eldgos, en það verður ekki eldgos án skjálfta) við hengilinn t.d en nokkurn tíman hérna við vestmannaeyjar, og síðan hélt ég að það væri ekki sniðugt að vera með öll eggin í sömu körfu, samanber það að flytja alla á sama svæðið.

ég tel mig nú ekkert vera neitt æstan í þessari umræðu, og alls ekki með tel ég mig alls ekki vera með dónaskap, heldur eingöngu að ræða málin :) en já aftur að aðalmálinu þú nefnir aftur þetta með göng uppá 40milljarða+

ég segi það enn og aftur, ég veit ekki um neinn eyjamann sem að er að heimta göng uppá þessa tölu, enn og aftur skal ég nefna það að við vildum að rannsóknum yrði haldið áfram og málið kannað alminnilega (þá hvort að það væri hægt að skella göngum hérna, og alminnilega kostnaðaráætlun (mér t.d. þykir mjög furðulegt að menn sem að hafa unnið við jarðgangagerð í noregi komi með ca 20 - 25 milljarða á meðan að aðrir koma með 50 - 80)

þetta með alhæfinguna, þú sagðir margir eyjamenn

ég sagði  eyjamenn, jú þá er ég að alhæfa, en ekki að halda því fram að þú hafir gert það

Árni Sigurður Pétursson, 26.10.2007 kl. 11:46

28 identicon

Alltaf gaman þegar það er tala um sem "þetta lið". Líka þegar heimabyggðin er kölluð vitleysisbyggð. Þakka hlý orð.

p.s. það er ekki mjög skemmtilegt að þurfa að plana það margar vikur fram í tímann hvernær maður geti heimsótt fjölskyldu sína og vini

Ólöf Ragnars (IP-tala skráð) 26.10.2007 kl. 13:35

29 Smámynd: Haukur Nikulásson

Árni, ég veit ekki hversu oft ég þarf að endurtaka að ég vil ekki fá alla á höfuðborgarsvæðið. Það má samt þétta byggð á landinu og gera hana hagkvæmari. Í mínum huga eru Vestmannaeyjar bara ekki hentugur sem slíkur byggðakjarni. Þið væruð varla að kvarta yfir samgöngum ef svo væri eða hvað? Í ofanálag gaus þarna og ég er bara ekkert rólegur vitandi af ykkur þarna á gígbarminum frekar en börnum úti á umferðargötu.

Ólöf, þú getur ekki tekið betur undir með mér um vitleysisbyggð en með því að tala um að þurfa að plana ferðir margar vikur fram í tímann. Höfuðborgarbúar eins og ég eru ekki óvinurinn heldur aðstæðurnar sem þetta pláss ykkar býður upp á... eða ekki.

Haukur Nikulásson, 26.10.2007 kl. 14:15

30 Smámynd: Árni Sigurður Pétursson

Nú er ég búinn að búa hérna í eyjum í ein tæp 26 ár, og eldgos hef ég aldrei verið hræddur við :) 

en svo að við snúum okkur aftur að því sem að fréttin og bloggið snerist um

ferðafjölda og farþegafjölda á skipinu

þá er það bara þannig að þetta skip þarf að anna hámarksþörfunum, ekki bara að vera nóg fyrir okkur Vestmannaeyjinga 80% af tímanum, heldur nóg hina tímana líka

nú eru haldin hérna 2 frekar stór íþróttamót á hverju einasta ár, semsagt "peyjamót" og "pæjumót"  (shell og vöruvalsmót)

peyjamótið er með ca 4 - 600 þáttakendur ef að ég man rétt, og með þeim hellingur af fararstjórum og foreldrum, eitthvað færri eru á pæjumóti. Einsog staðan er núna þá er fólk að koma hingað á mánudegi til þess að komast hingað með bíl og "skuldahala" til þess að gista í því og fylgjast með krökkunum, og þá oftar en ekki að fara aftur á mánudegi - þriðjudegi, ástæðan fyrir því að fólk kemur svona snemma og fer svona seint er vegna þess að skipið núverandi annar einfaldlega ekki eftirspurn eftir plássi fyrir bíla (já og farþega einnig á fimmtudegi og föstudegi), þess má geta að þetta mót stendur frá fimmtudegi og fram á sunnudag.

um hvítasunnuhelgi er haldið hérna golfmót, sjóstangveiðimót og síðan dagar lita og tóna (myndlist og tónlist með djass ívafi) það sama er uppi þarna, fólk er að koma fyrri part viku (eða sleppa því að koma sem að er öllu alvarlegra finnst mér) vegna þess að skipið er upppantað, 1. helgin í júlí, goslokahátiðin er alveg eins.

 síðan þarf varla að minnast á það að helgina fyrir fyrsta mánudag í ágúst er haldin hérna stórhátíð þar sem að fólk er að koma mjög snemma, vegna þess að það getur ekki treyst því að komast seinna.

þetta eru allt hápunktar sem að þarf að taka mið af þegar að farþegafjöldi er ræddur, EN einsog ég segi þá má mínvegna farþega fjöldinn vera minni, bara svo framarlega að það sé nægt pláss á bíladekkinu.

 Nú starfa ég á Fiskmarkaði vestmannaeyja og yfirvertíðina þá erum við stundum að fara uppí það að senda frá okkur 28 - 42 lengdarmetra af vögnum sem að fara í herjólf og taka upp pláss sem að annars væri notað undir bíla, einhver nefndi nú hérna áðan að hafa gáma skip sem að kæmi 3 sinnum í viku, en málið er að það er bara enganvegin nóg, þar sem að sú vara sem að er að miklu leiti flutt hérna á milli lands og eyja (bæði fram og til baka) er fiskur, og fyrirtæki sætta sig ekki við það að kaupa fisk og fá hann seinna en einsog staðan er núna.

þarna er ég nú búin að benda á örfá atriði fyrir því að skipið þarf að vera alminnilega stórt (bíladekkið þá aðalega) og vonast til þess að þú fáiörlítinn skilning á því afhverju við eyjamenn viljum fá stærra skip en ella.

en annars þykist ég vita að við getum annað hvort hætt að ræða þetta þar sem að við eru algerlega ósammála um þessi mál, eða rætt þetta endalaust, og eftir það verið enþá ósammála um þetta :) 

Árni Sigurður Pétursson, 26.10.2007 kl. 14:50

31 Smámynd: Haukur Nikulásson

Ég efast ekki um að það sé þörf fyrir gott skip til að þjóna þörfum eyjamanna. Það er hins vegar spurt um hagkvæmnisatriði. Það er dýrt fyrir þjóðarbúið að láta stórt skip sigla meira og minna tómt. Það er líka óhagræði að geta ekki ráðið við þá flutningstoppa sem þú talar um. Við hljótum að vera sammála um að það verði að vera einhver skynsemi í vali á þessu.

Ég reikna ekki með að þú gerir kröfu um að skipið geti flutt t.d. allt þjóðhátíðarsukkliðið í einni ferð svo dæmi sé tekið. Það þarf að finna þarna einhvern gullin og hentugan meðalveg sem hægt er að notast við, bæði frá sjónarhóli þeirra sem borga (þjóðin sem heild) og þeirra sem þurfa að nota þjónustuna (Eyjamenn og gestir þeirra).

Erum við þá ekki komnir að leiðarlokum í umræðunni? Ef viðfangsefnið væri 4ra manna fjölskylda gætum við nú rökrætt hvort fjölskyldan komist af með Suzuki smábíl á rúma milljón eða Porsche Cayenne á 20 millur (eða hvað hann nú kostar). Ef ég ætti sjálfur að velja og þyrfti ekki að borga nema smáhluta í þessu er freistandi að krefjast þess að fá Porsche bílinn ekki satt?

Haukur Nikulásson, 26.10.2007 kl. 16:03

32 Smámynd: Árni Sigurður Pétursson

tjahh bara úr því að þú nefnir "Erum við þá ekki komnir að leiðarlokum í umræðunni? Ef viðfangsefnið væri 4ra manna fjölskylda gætum við nú rökrætt hvort fjölskyldan komist af með Suzuki smábíl á rúma milljón eða Porsche Cayenne á 20 millur"

þá finnst mér þetta vera aðeins öðruvísi..

hjónin sem að eiga ekkert barn, en önnur hver helgi er hjá þeim "foreldrahelgi" og þá bætast við 3 börn 

spurning hvort að þau eigi að kaupa sér 2 sæta sportbíl, eða fjölskyldubíl

ekki hægt að bera hitt saman að mínu mati. 

Árni Sigurður Pétursson, 26.10.2007 kl. 16:44

33 Smámynd: Haukur Nikulásson

Gylfi, þar sem ég er kallaður "fordómaseggur" á bloggsíðunni þinni tel ég að orðræður okkar á milli skili engu, því ég hef enga löngun að eiga rökræður við þig. Þér til gamans get ég upplýst að athugasemd þín er vel geymd hér og lýsir þér mun betur en mér.

Árni, ég þakka þér fyrir spjallið við fáum ekki botn í þetta okkar á milli en ég vona bara að þið eyjamenn hafi það sem best, góða helgi.

Haukur Nikulásson, 26.10.2007 kl. 17:18

34 Smámynd: Haukur Nikulásson

Gylfi, þú heldur áfram eins og sumir aðrir hérna. Heldur að það gagnist umræðunni eitthvað að gera persónu mína að umtalsefni frekar en málefninu. Hver eru niðrandi ummæli mín um byggðarlagið? Að kalla ykkur "þetta lið" eða "þetta fólk". Sjálfur er ég í liði og telst til fólks. Ofurviðkvæmni sumra er slík að það má bara ekki nefna ykkur á nafn nema verið sé að dásama ykkur. Miðað við kurteisi sumra hérna væri kannski ekki óeðlilegt að athuga betur hvort einhver gös séu enn að koma upp úr gígnum ykkar sem gæti valdið þessu?

Það er hins vegar ábending til ykkar sumra að ef þið viljið vinna þessu máli eitthvert fylgi á opinberum vettvangi þá er persónulegt skítkast ekki til leiðin til þess.

Rétt til að minna þig á, Gylfi, þá ertu gestur á bloggsíðu minni og þér ber að sýna almenna kurteisi. Ef þú getur það ekki skaltu halda þig við eigin bloggsíðu. Ég hef enga löngun til að svara þér á þinni bloggsíðu og þú mátt spyrja sjálfan þig hvers vegna?

Haukur Nikulásson, 26.10.2007 kl. 18:30

35 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Ég legg til að íbúar Reykjavíkur noti sér strætó. Þar með er gríðarlegur vandi leystur, umferðarteppur úr sögunni, margfalt minni mengun, byggingar stofnbrauta ( sem við á landsbyggðinni borgum líka ) óþarfar svo fátt eitt sé nefnt. Þetta eru samgöngur sem þið hafið, af hverju ekki nota þær? Nei frekar skal hver og einn keyra í vinnuna, einn í bílnum. Af hverju er það, er eitthvað sem vantar upp á náungakærleikann, eða er það kannski staðreyndin að þið þekkið ekki nágrannann? Eitthvað veldur því að til dæmis menn ( konur ) sem búa jafnvel í sama stigagangi, hlið við hlið í einbýlishúsum vinna jafnvel á sama staðnum geta ekki með nokkru móti farið saman í bíl. Nei hver og einn skal keyra sinn bíl og kvarta svo hástöfum í fjölmiðlum um hvað það tók agalega langan tíma að komast til vinnu. Haukur líttu þér nær maður. Ef ég man rétt Haukur voru flestir Eyjamenn fluttir í land með vertíðarbátunum, mikið af húsunum sem reist voru fyrir eyjamenn upp á landi komu frá Noregi sem gjöf það kostaði þig ekki krónu. Takk fyrir mig og góða helgi. Kv Halli.

Hallgrímur Guðmundsson, 26.10.2007 kl. 18:48

36 Smámynd: Haukur Nikulásson

Það má ýmislegt laga í umferðinni í Reykjavík. Ég ætti t.d. að labba í vinnuna, það er ekki lengra en svo. Ég get ekki espast neitt upp við þessi orð þín Halli, ég er bara einhvern veginn svo laus við umferðarvandann hérna.

Það var allt notað til að koma eyjamönnum upp á land og já, norðmenn studdu okkur líka ekki vantaði það. Þú mátt ekki gleyma því að á þjóðina var lagður skattur sem hét viðlagagjald og var notað til uppbyggingar fyrir eyjamenn. Það ríkti þó að mestu fullkomin sátt við þetta, enda var þá um mannúðarmál að ræða.

Mér finnst umræða þín um hugsanlegan skort á náungakærleik í Reykjavík málum blandið og skil ekki hvað það kemur þessari umræðu beint við. Ertu að reyna að segja mér að náungakærleikur í Vestmannaeyjum sé meiri en í Reykjavík og að þar noti helst allir sama bílinn ef mögulegt er?

Haukur Nikulásson, 26.10.2007 kl. 19:06

37 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Fyrirgefðu þetta átti að vera nágrannakærleikur. Það er heldur ekki ætlun mín að setja á stað neinn æsing eða espa einhvern upp. Ef mig langa í svoleiðis vitleysu fer það ekki framhjá neinum, það er ljóst. Ég veit vel að viðlagagjald var sett á,gleymum því ekki að stór hópur þessa fólks keypti síðan húsin hin fóru á frjálsan markað. Þar með skiluðu þessir peningar sér aftur til þjóðfélagsins. Voru eyjamenn ekki líka að greiða þetta viðlagagjald? Ég tók þetta með nágrannakærleikann sem dæmi og tillögu að hagræðingu sem þér virðist vera nokkuð kær.  Vegna þess að ég þekki þetta nokkuð, ég bjó í Reykjavík og kynntist þessu þannig. Nágrannar gætu komið sér saman um þetta vandamálið er bara það að stór hluti þeirra þekkjast ekki.  Ég er algjörlega handviss um að nágrannakærleikurinn er margfalt meiri í eyjum en Reykjavík þótt ekki séu allir eyjamenn í sama bílnum, en einhvern veginn læðist að mér sá grunur að þótt eyjamenn séu margfalt færri en Reykvíkingar fara fleiri saman í bíl til vinnu í eyjum en Reykjavík. Síðan er eitt sem er alveg ljóst, við búum í lýðræðisríki og eigum okkar rétt að búa þar sem við viljum og allir hafa sama rétt til þess sem í ríkiskassann kemur. Sama hvort við erum í eyjum eða hlíðum Heklu. Við hljótum að vera sammála um það. Góða helgi. Kv Halli. 

Hallgrímur Guðmundsson, 26.10.2007 kl. 19:45

38 identicon

Haukur ég ætla að ekki að kalla þig vitlausan enda þekki ég þig ekki neitt en þú ert aftur á móti með ókurteisari mönnum í skrifum og því kannski ekki að kvarta mikið yfir meintri ókurteisi annarra í þinn garð. Góða helgi

Júlíus Freyr Theodórsson (IP-tala skráð) 26.10.2007 kl. 19:55

39 Smámynd: Haukur Nikulásson

Hallgrímur, þú ferð rétt með það. Þið eigið sama rétt í ríkiskassann. En það er bara ekki málið hér. Þið viljið fá miklu miklu meira en aðrir úr honum en aðrir landsmenn og við það erum við hin ekki sátt. Þið eruð bara ekki einir um það. Verið að að kaupa Héðinsfjarðargöng fyrir sem svarar 6-8 milljónir á hvern einasta íbúa Siglufjarðar. Það er samskonar hneyksli og Grímseyjarferjan sem kostar 5 milljónir á hvert mannsbarn í þeirri eyju. Þessi hneykslismál á öðrum stöðum á landinu eru síðan notuð af sumum Vestmannaeyingum sem réttlæting fyrir sambærilegu fjármálahneyksli þeim til handa.

Júlíus, ég fer ekki í þinn leik: "Ég ætla ekki að kalla þig..." en meina það samt! Ég hef séð þetta djók áður.

Haukur Nikulásson, 26.10.2007 kl. 20:25

40 Smámynd: Haukur Nikulásson

Hallgrímur, ég gleymdi að benda þér á að Reykvíkingar myndu líklega mótmæla þessari staðhæfingu þinni þúsundum saman ef þeir nenntu því:

"Ég er algjörlega handviss um að nágrannakærleikurinn er margfalt meiri í eyjum en Reykjavík..."

Svona fullyrðingar gera manni svolítið erfitt fyrir í rökræðum. Með hvernig kurteisum hætti á ég að mótmæla þessu?

Haukur Nikulásson, 26.10.2007 kl. 20:32

41 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Af hverju segirðu að Landsbyggðarmenn séu að reyna fá meira úr kassanum en aðrir....... ég skil Héðinsfjarðargöng vel og vill að næstu göng verði Austfjarðagöng...enn og ný minni ég þig á að það kostar mikið að hafa öll þessi vandamál í Reykjavík sem eru tilkomin vegna þess að alltof margir búa á sama punktinum.

Stöndum saman eflum vegakerfi landssins og reynum að halda landinu öllu í byggð.

Þetta er fín umræða en hefur því miður farið út í eitthvað skítkast.

Haukur er með sína skoðun á málinu og menn verða að kyngja þó að allir séu ekki sammála.

Einar Bragi Bragason., 26.10.2007 kl. 21:28

42 Smámynd: Haukur Nikulásson

Mér þykir leitt að þessi umræða hafi haft slæm áhrif á frammistöðu og geð Helga Ólafssonar fyrir hönd Vestmannaeyinga í spurningaþættinum í kvöld. Ég á líklega alla sök á því að hann, einn fárra, fer út úr þessum "skemmtiþætti" í fýlu og kæruhugleiðingum.

Vinsamlegast látið mig vita ef þið þurfið að sinna svona sambærilegum skyldum samhliða einhverjum ómerkilegum ritdeilum við mig og ég skal gæta mín á að spilla ekki um of fyrir ykkur.

Haukur Nikulásson, 26.10.2007 kl. 21:33

43 Smámynd: Haukur Nikulásson

Einar Bragi, ég er sammála þér að halda landinu öllu í byggð.. en með þéttari, stærri og hagkvæmari byggðakjörnum. Aðeins þannig er hægt að réttlæta almennilega samgöngubæturnar og aðrar nútímakröfur um þjónustustig á hverjum stað.

Þetta gerist að sjálfsögðu ekki í einu vetfangi, en það má hefja markvissa stefnumótun í þessa átt. 

Haukur Nikulásson, 26.10.2007 kl. 21:36

44 Smámynd: Árni Sigurður Pétursson

nú sá ég nú ekki allan þennan útsvars þátt, en ég get nú lofað þér því að það er ekki sami helgi ólafsson sem að kom fram í honum og tjáðiig hérna ofar á síðunni fyrir hönd VKB

Árni Sigurður Pétursson, 26.10.2007 kl. 22:09

45 Smámynd: Haukur Nikulásson

Það verður þá leiðrétt Árni. Ég held að þetta sé samt sá sami. Geðprýðin er a.m.k. ótrúlega lík!

Haukur Nikulásson, 26.10.2007 kl. 22:15

46 Smámynd: Árni Sigurður Pétursson

nei ég þekki nú alveg ágætlega til VKB manna og er þessi Helgi sem að er þar gamall skólafélagi

Árni Sigurður Pétursson, 26.10.2007 kl. 22:20

47 Smámynd: Haukur Nikulásson

Það skal leiðrétt: Hér er ekki um Helga Ólafsson stórmeistara að ræða og bið ég hann afsökunar. Hann blekkti mig hins vegar nægilega mikið með hátterni sínu í þættinum til að draga þessa röngu ályktun. Rétt skal vera rétt.

Þetta er gallinn við að leyfa nafnlausum athugasemdum að koma inn. Í þessu tilviki hefur það ekki mikla þýðingu að segja til nafns, þessu má of auðveldlega rugla. 

Haukur Nikulásson, 26.10.2007 kl. 22:27

48 Smámynd: Haukur Nikulásson

Talandi um blekkingar, ég er viss um Árni Sigurður Pétursson að útlit þitt á smámyndinni er líklega ekki þín rétta ásýnd?

Haukur Nikulásson, 26.10.2007 kl. 22:29

49 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Höldum okkur bara við rólegheitin Haukur það er best. Snúum okkur að lýðræðinu, við höfum þann rétt að búa á þeim stöðum sem við veljum okkur, um það verður ekki deilt. Það er okkar réttur að við búum við öruggar samgöngur, um það verður ekki heldur deilt. Þá spyr ég þig hvort telur þú mikilvægara mislæg gatnamót í bunkum í Reykjavík, stofnbrautir í allar áttir svo þið Reykvíkingar getið verið fimm mínútum fljótari til og frá vinnu, eða til dæmis göng fyrir Austan, Norðan, eða á Vestfjörðum svo við þurfum ekki að keyra um stórhættulegar skriður eða yfir mjög svo vítaverðar heiðar á leið okkar til og frá vinnu eða sækja þjónustu sem sjálfsögð þykir á hverju götuhorni í Reykjavík. Það vilja ekki allir búa í Reykjavík eða á höfuðborgasvæðinu yfir höfuð. Höfum það á hreinu að það var ráðherra sem klúðraði Grímseyjarferjumálinu og enginn annar. Höfum annað á hreinu mjög margir eyjamenn vilja stærri og gangmeiri Herjólf. Hverjir keyra Bakkafjörudæmið áfram, af hverju fá eyjamenn ekki að kjósa um málið? Hefur þú hugleitt það? Það er því miður þannig í svo mörgu að misvitrir stjórnmálamenn klúðra mörgum mjög góðum málum sem lagt er af stað með. Ekki fólkið á stöðunum höfum það á hreinu líka. Þér til fróðleiks bý ég á Akureyri og þarf að keyra rétta 100 km til og frá vinnu í allskonar veðrum og kvarta ekki neitt yfir því, ég vel þetta sjálfur en ef ég þyrfti að keyra yfir fjöll eða fara um skriður á leiðinni myndi ég hiklaust biðja um göng það er ekki spurning. Ég er að fara í vinnu núna, ég skoða svör þín á morgun, ég er nefnilega einn af þeim sem fer út á hafið og kem með varning í land sem færir þessari þjóð gjaldeyri sem aftur skapar okkur öllum betra líf. Góða nótt og takk fyrir mig í bili.

Hallgrímur Guðmundsson, 26.10.2007 kl. 23:50

50 Smámynd: Haukur Nikulásson

Þvert á það sem margir hér kynnu að halda þá er ég friðarins maður Hallgrímur. Believe it or not!

Það má deila um framkvæmd allra hluta og líka í Reykjavík eins og á öðrum stöðum. Ef tekið er dæmi um vitleysur í Reykjavík skal ég nefna hátæknisjúkrahús og tónlistarhús sem ég tel vanhugsaðar framkvæmdir. Sem eigingjarn tónlistaráhugamaður ætti ég að vera hlyntur tónlistarhúsi en er það bara ekki. Framkvæmdin er bull og alltof dýr. Einnig tel ég meiri þörf fyrir umönnunarsjúkrahús fremur en hátæknisjúkrahús. Ég bara ræð ekki ferðinni en hef á þessu skoðanir.

Mér finnst í allri þessari umræðu sumir eyjamanna hafa gert mér upp meiri illgirni í þeirra garð en ég á skilið og reyni samt að fyrirgefa með þeim hætti að þeir þekki mig ekki og telji mig hjartalausari en ég í rauninni er. Það þarf að vera einhver skynsemi í framkvæmdum og mig gildir einu hvort það er á höfuðborgarsvæðinu eða í Vestmannaeyjum.

Ég vona samt að öll umræða leiði okkur að einhverri skynsemi í þessu máli eins og öðrum.

Árni, þú hefur sýnt mér fram á að þú hefur ekki látið gassafenginn málflutning minn slá þig útaf laginu, Hafðu þökk fyrir það og eins að sýna þessu máli áhuga. Við viljum öll betra samfélag en höfum kannski misjafnar skoðanir um leiðirnar og förum kannski svolítið á villigötur í þrasinu um það. Ég vona að þú eigir góða vakt í vinnunni þinni.

Haukur Nikulásson, 27.10.2007 kl. 00:32

51 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Það sem mér fannst verst (og nú tek ég fram að ég er voða vitlaus), var krafan um fargjaldið sem átti aðeins að vera 500 krónur, sem kom löngu áður en útreikningar lágu fyrir um nokkurn skapaðan hlut. Fyrst var semsagt fargjaldið ákveðið og síðan kemur krafa um skipið. Ef fargjaldið má aðeins vera 500 kall hlýtur skipið að vera í samræmi við 500 kallinn, jafnvel þótt ríkið borgi einskonar "veggjald."

Benedikt Halldórsson, 27.10.2007 kl. 09:53

52 Smámynd: Haukur Nikulásson

Gylfi, .......... vinsamlegast hættu þessu!

Haukur Nikulásson, 27.10.2007 kl. 12:03

53 identicon

Hvers vegna ætli það gerist ávallt þegar einhver minnist á óhagkvæmni við samgönguframkvæmdir á landsbyggðini, að fólk á landsbyggðinni rýkur í vörn og fer að tala um höfuðborgarsvæðið? Þegar ég las upphafsinleggið gat ég með engu móti ályktað að höfundur byggi í Reykjavík, frekar en á Akureyri eða Selfossi.

Ég tel að samgöngubætur vítt og breytt um landið komi öllum til góða. Ekki bara þeim er þar búa. Eg vilti t.d. gjarnan sjá samgöngubætur á vestfjörðum, því þangað á ég alveg eftir að ferðast.

Ég hef nú ekki fylgst með þessu ferjumáli, en kannski væri þó heppilegra að reka tvær smærri ferjur en eina stóra. Þannig mætti leggja annari ferjunni á þeim tímum þegar umferð er minni og þegar báðar væru í gangi yrði ferðir örari. Önnur ferjan myndi að sjálfsögðu heita Herjólfur, as usual. Hin finndist mér að heita ætti Eyjólfur.

Eigið góðan dag.

Brjánn Guðjónsson (IP-tala skráð) 27.10.2007 kl. 14:59

54 Smámynd: Svartinaggur

Hvernig var það - var einhvern tíma búið að kanna hagkvæmni þess að starfrækja svifnökkva milli Eyja og Bakkafjöru? Rámar í að einhverjir hafi talið slíkt óhagkvæmt. Einhvern veginn finnst mér að með hliðsjón af stuttum ferðatíma (vegna lítillar fjarlægðar og hraða svifnökkva), þá yrðu ferðir tíðari og þar af leiðandi væri hægt að notast við mun minna og hagkvæmara farartæki. Kannski einhverjir gætu upplýst mig um þetta?

Svartinaggur, 27.10.2007 kl. 22:35

55 identicon

Heill og sæll, Haukur og aðrir skrifarar !

Haukur ! Vona; að þið Gylfi náið lendingu, með sæmd. Hefi; stöku sinnum, farið inn á síður ykkar beggja, sýnist þið vera skynsemdarmenn, um margt.

Haukur, sem og aðrir skrifarar, athugið ! Borgríki, sem Reykjavík er að verða, eru; og verða óskapnaðir, þá íbúafjöldi fer yfir öll mörk, svo mjög, að landsbyggðin fer að gjalda þess, sem dæmin sanna. Þá má gæta að öðru; Mýrar - Snæfellsnes - Dalir - Vestfirðir og Austfirðir, eru jarðskálfta frí svæði, að mestu, sem og eldgosa; ættu þar með að hafa meira vægi, í búsetu þróun, en miðbikið (frá Reykjanestá norður yfir, að Skjálfanda) eða hvað hyggið þið þar um, Haukur og skrifararnir ?

Þakka þér Haukur; að hefja umræðu þessa. Vil taka fram, að Íslendingar, hér uppi á fastalandinu, eiga Vestmannaeyingum margt gott, upp að inna, þó ekki væri, nema með framlagi þeirra, í útgerð og vinnzlu, gegnum tíðina.

Með beztu kveðjum, úr Árnesþingi / Óskar Helgi Helgason    

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 28.10.2007 kl. 00:34

56 Smámynd: Vinir Ketils bónda, áhugamannafélag

Ég nennti nú ekki að lesa allt sem hafði verið skrifað hér eftir að ég tjáði mig síðast. En meðan ég var að gjóa augunum yfir þetta sá ég að sá misskilningu hafi komið upp að ég væri Helgi Ólafsson skákmeistari. Ég svo sem kann mannganginn í skák, en meistari er ég ekki, hvorki stór né smár. Rétt að leiðrétta það.

En þér er nú fyrirgefinn sá misskilningur, enda náði ég að ljúga því að nokkrum vinum mínum að ég væri að fara að taka þátt í þessu.

Og svo ég svari svartbaknum varðandi svifnökkvan, þá er það ekki raunhæfur kostur, enda þola slík tæki ekki nema takmarkaða ölduhæð. En við búum í miðju úthafi, svo þess háttar tæki væri tæplega hægt að nota nema rétt yfir hásumar. Reyndar var farið nokkrar ferðir á svifnökkva milli lands og Eyja eitt sumarið 196-og eitthvað-.

Vinir Ketils bónda, áhugamannafélag, 29.10.2007 kl. 08:51

57 identicon

án þess að ég ætli eitthvað að vera að taka þátt í þessum rökræðum (ef kalla má þetta rökræður) þá vildi ég nú bara segja að ég er frá Vestmannaeyjum en bý í bænum þar sem að ég er í námi. Þar sem að ég ætla nú heim um jólin að heimsækja hana mömmu mína og vera þar fram yfir áramót, þá þarf ég að fara að panta mér ferð núna, næstum með tveggja mánaða fyrirvara af því að ég ætla að fara með bílinn minn og af því að ég þarf að fá koju því ég verð svo sjóveik!!  það finnst mér bara fáránlegt að ég skuli þurfa að ákveða með tveggja mánaða fyrirvara hvaða dag ég þurfi að fara og með hvaða ferð. því ég er bara hreinlega ekkert ákveðin hvort að ég ætli að fara á föstudeginum eða bara á þorláksmessu!! 

Ásta (IP-tala skráð) 29.10.2007 kl. 12:55

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 264861

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband