Sérhverjir eru nú sérfræðingarnir!

"Sérfræðingar" eru ekki með það á hreinu hvort íslensk efnahagskerfi er á uppleið eða niðurleið. Fyrir hvaða sérfræði fá þeir launin sín?

Það tók mig nokkur ár að uppgötva sannleikann á bak við íslenska efnahagsundrið og hann er mun einfaldari en nokkur kærir sig um að vita eða vill viðurkenna: Óhófleg lántaka íslensku bankanna.

Þegar bankarnir voru seldir úr ríkiseigu fylgdi þeim ómælt lánstraust erlendis vegna gömlu ríkisábyrgðarinnar og þeir notuðu sér það í botn. Tekin vöru öll erlend lán sem hægt var að fá og þeim veitt í útrásardrauma valinkunnra fjármálamanna og hluta- og skuldabréfaútgáfu þeim tengdum. Auk þess voru þessi óhófslán sett í húsnæðiskerfið. Offramboð þessara lána er eina orsök rúmlega tvöföldunar á húsnæðisverði á Íslandi.

Allt þetta innstreymi erlends lánsfjár veldur því að allar hagtölur fara á flug. Almenningur hefur tekið lánin líka og rúllar bara með. Búið er að telja íslendingum trú um að við séum svo ótrúlega snjöll og þess vegna séum við að kaupa næstum allt bitastætt í Danmörku og vænar sneiðar annars staðar í heiminum.

Hvenær tekur þetta enda? Þetta tekur þegar enda erlendir skuldareigendur hætta að trúa því að þeir nái sínu lánsfé til baka sem verður stuttu eftir að fyrsta bakslagið kemur í algerlega bilað hlutabréfaverð erlendra stórfyrirtækja sem nú er á mörkuðum erlendis.

Staðreyndin er nefnilega sú að þrátt fyrir að bankarnir eigi gríðarlegar eignir á pappírum, þá skulda þeir eiginlega jafn svakalega mikið. Skuldir bankanna hafa nefnilega þá leiðinlegu náttúru að vera eiginlega beinharðir peningar en eignirnar eru háðar huglægari trú á verðmæti verðbréfa. Þess vegna getur hrunið orðið svakalegt. Gengi krónunnar helst hátt vegna fíflagangs Davíðs Oddssonar og hans manna í Seðlabankanum í vaxtamálum. Erlendir kaupahéðnar eru margir að taka séns á að þeir fái þessa háu vexti greidda þegar þeir gefa út krónubréfin. Ef of margir þeirra missa trúna á þessu í einu þá hrynur gengi íslensku krónunnar margfalt hraðar en það reis. 

Hvers vegna ræða sérfræðingarnir aldrei þessa hættu? Ástæðan er einföld, þeir vilja ekki gera sig ábyrga fyrir því að "kjafta niður" þennan vökudraum.

Ég hef svo sem áður röflað um þessa döpru sýn mína á íslenska efnahagsundrið og rætt þetta við menn sem ég tel hafa meira vit á þessu en ég. Enginn þeirra hefur sannfært mig um það, ekki frekar en Geir H. Haarde, að íslenska efnahagskerfið sé traust.


mbl.is Forleikur að þensluskeiði eða upphaf að samdrætti?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Mikið sammála þessu sem þú segir Haukur,Fallið getur verið mikið,og þá hvað????Halli Gamli

Haraldur Haraldsson, 25.7.2007 kl. 21:35

2 Smámynd: Óskar Þorkelsson

þá verður flugið tekið til skandinavíu aftur.... reikna með því innan fárra árra með þessu áframhaldi.

Óskar Þorkelsson, 25.7.2007 kl. 21:50

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband