Nýjung: Að skammast sín fyrir að gera vel

Ég er einn af þeim sem burðast við að reyna ná einhverjum tökum á golfinu. Þetta er á flesta lund hin ágætasta íþrótt, félagsskapur og útivera.

Oftast er hægt að segja að golfiðkunin sé til ánægju. Næstum alltaf er félagsskapurinn mjög góður, göngutúrinn fínn, veðrið misjafnt en maður er ekki alltaf ánægður með kúluspilið sjálft. Þannig er það hjá mér núna. Ég geri mig sekan um mun fleiri mistök á vellinum en forgjöfin mín gefur til kynna og það veldur því að forgjöfin hefur hækkað undanfarið ár.

Þá dettur manni í hug að fara til golfkennara og ég pantaði tíma hjá Úlfari Jónssyni, golfsnillingi og margföldum Íslandsmeistara.

Áður en Úlfar birtist í kennslutímanum náði ég í fötu af boltum og ákvað að hita aðeins upp. Mér til hálfgerðrar skelfingar voru næstum allir boltar strikbeinir! Úlfar kemur á svæðið og þessi beina vitleysa hélt bara áfram. Mér leið nú eins og algjörum hálfvita því ekkert var í raun hægt að kvarta yfir slættinum og í fyrsta skipti á ævinni skammaðist ég mín alvarlega fyrir að gera eitthvað vel.  Alltaf upplifir maður eitthvað nýtt!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svartinaggur

Mörfíslögmálið lætur ekki að sér hæða. Lafir bilaður bíll ekki oftast í lagi þegar þú ert loksins kominn með hann á verkstæðið og bifvélavirkinn bíður eftir að þú sýnir honum hvað er að?

Svartinaggur, 28.6.2007 kl. 18:18

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.4.): 13
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 264872

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband