Blaðið eða Fréttablaðið?

Þessi tvö fríblöð standa manni til boða á morgnana. Ég er löngu hættur að kaupa Moggann enda les ég það helsta úr honum á vefnum og finnst ekki óþægilegt að lesa á tölvuskjá. Mörgum finnst óþægilegt að lesa á tölvuskjá og þar ræður vaninn náttúrulega mestu.

Ég hins vegar gerði þá uppgötvun í morgun að mér finnst eiginlega miklu skemmtilegra að lesa Blaðið heldur en Fréttablaðið. Finnst mér vera mun meira af bitastæðum greinum í því heldur en Fréttablaðinu. Uppsetningin á Blaðinu er að mínu mati einhvern veginn líflegri. Ég stend mig auk þess að því að vera óánægður að fá ekki Blaðið á mánudagsmorgni og verð að láta Fréttablaðið duga.

Hver er þín skoðun á þessu?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Mér líður einhvernvegin eins og Blaðið sé minna hlutlægt en Fréttablaðið. Orðalag, fréttaval, hvar fréttir eru staðsettar o.fl. í þeim dúr einhvernvegin hefur þessi áhrif á mig - veit ekki hvort þetta er endilega rétt, en ég fæ þetta gríðarsterkt á tilfinninguna - eins og Fréttablaðið sé að segja mér hvað mér á að finnast, en Blaðið segir mér bara hvað er að gerast. Er ég að bulla?

Ingvar Valgeirsson, 30.5.2007 kl. 10:42

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Blaðið er uppáhalds.

Jenný Anna Baldursdóttir, 30.5.2007 kl. 12:10

3 Smámynd: Svartinaggur

Ingvar, ég skil þig þá að þér finnist Blaðið minna hlutDRÆGT en Fréttablaðið. Orðið hlutlægt hefur nánast andstæða merkingu á við hlutdrægt, þ.e. nálgast að þýða það sama og hlutlaust.

Svartinaggur, 30.5.2007 kl. 12:28

4 identicon

Ég var nú farinn að kalla fréttablaðið fasteignablaðið á tímabili, það var svo yfirflæðandi af fasteignaauglýsingum í því að ég sóaði ekki mínum tíma í að fletta í því. Svo bara er orðið svo mikið af rusli í fréttablaðinu að það eru kannski 4-6 síður sem maður rennir yfir, fletti bara framhjá restinni.

Blaðið er hinsvegar töluvert skárra, hægt að glugga í gegnum það án þess að fá tilfinninguna að það sé verið að þvinga upp á mann endalausum auglýsingum eða kostuðum greinum um einhverja rosalega sniðuga hluti.

Brynjar (IP-tala skráð) 30.5.2007 kl. 16:54

5 Smámynd: Sigurjón

Þetta eru báðir sneplar.

Sigurjón, 30.5.2007 kl. 18:28

6 Smámynd: Haukur Nikulásson

Ég er yfirleitt ánægður með að blöðin vitni í mig, en af einhverjum ástæðum er ég ekkert sérstaklega ánægður með að Blaðið skuli vitna í mig varðandi þennan pistil. Þeir birta hann í tómri sjálfhælni! - Mér er nær að vera búa til svona auglýsingar fyrir þá... ókeypis!

Haukur Nikulásson, 31.5.2007 kl. 11:13

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband