Boston Legal - Besti þátturinn þessa dagana!

Þetta er eini sjónvarpsþátturinn sem ég vil láta minna mig á að sé í sjónvarpinu.

William Shatner og James Spader fara á kostum í þessu "spinoffi" úr Practice, sem var miklu þyngri og dramatískari lögfræðisamsuða.

William Shatner var bara kafteinn Kirk úr Star Trek og hann hefur náð ótrúlegum endurnýjuðum starfsdögum sem úrvals gamanleikari og það á gamals aldri þegar menn gerast einatt bara geðvond gamalmenni. Fyrir örfáum árum var William Shatner bara í fréttum eftir lát konu sinnar og aumingjalegrar stöðu afdankaðs gamals og einhæfs sjónvarpsþáttaleikara.

James Spader breytti síðustu þáttunum í Practice í þá veru að létta yfirbragð þeirra og það var fljótlega ljóst að gera yrði annað hvort róttækar breytingar á Practice eða fara í það rétta að búa til afleggjara ("Spin-off") sem birtist okkur í Boston Legal. Shatner, sem Danny Crane, birtist líka í Practice undir það síðasta og þá var endanlega ljóst að þessir tveir þurftu miklu meira rými en sá þunglamalegi þáttur bauð upp á.

Handritshöfundarnir eru að sjálfsögðu gríðarlega mikilvægir í þessari samsuðu. Án þessa óborganlega húmors væru þættirnir ekki neitt, það geta allir séð.

Á endanum verðum við öll leið á þessu og þetta gengur sitt skeið eins og annar vinsæll og gamansamur lögfræðiþáttur sem allir eru búnir að gleyma og hét... hmmm... hmmm... Ally McBeal


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Hvaða þáttur var það? Ally McBeal?

Sigfús Sigurþórsson., 21.5.2007 kl. 01:16

2 identicon

Bostol Legal er algjör snilld. Félagarnir eru gjörsamlega óþolandi en á sama tíma yndislegir

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 21.5.2007 kl. 07:56

3 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Frábærir þættir! Langlanglangbestu sem í boði eru

Heiða B. Heiðars, 22.5.2007 kl. 11:31

4 Smámynd: Jens Guð

  Ég þekki ekki þessa eldri lögfræðiþætti.  Hugsanlega hef ég séð einhvern þeirra án þess að muna eftir því.  Að minnsta kosti hef ég einhvernvegin fengið ómeðvitaða neikvæða afstöðu til lögfræðiþátta.  Svo sá ég óvart Boston Legal um daginn og þótti margt fyndið.  Einkum þessir tveir aðalkallar.  Þeir bera þáttinn uppi.  Fantagóðir leikarar og skemmtilegar týpur. 

Jens Guð, 22.5.2007 kl. 15:25

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 264892

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 36
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband