Sýndarmennska í aðdraganda kosninga

Samningarnir við norðmenn og dani um varnarmál eru að sögn "rammasamningar". Við nánari eftirgrennslan er ekkert í samningunum nema rammarnir sjálfir. Þetta er í raun eins og að selja fólki dýr og flott málverk en kaupandinn fær bara rammana í fyrstu, það eigi bara eftir að mála myndirnar.

Hvers konar sýndarmennska er hér á ferðinni? Í aðdraganda kosninganna hafa ráðherrar verið á þeytingi um allar jarðir skrifandi upp á alls kyns samninga og loforð sem halda engu við nánari skoðun, allt tóm sýndarmennska og sölumennska.

Ég er raunar á þeirri skoðun að bæði Valgerður og Geir séu svo illa að sér í varnarmálum að þau hafi keypt einhverja erlenda ráðgjöf sem færir okkur svona fíflagang. Þetta viðtal við Geir er eitthvert það tómlegasta sem ég hef heyrt lengi. Í því er nákvæmlega ekkert sem á skylt við einhvern raunveruleika sem fólk þekkir.

Ef íslendingar haga sér sómasamlega í samskiptum við aðrar þjóðir og hætta að styðja hernaðarbrölt NATO með úrsögn í bandalaginu er ekkert sem ógnar öryggi landsins svo heitið geti. A.m.k. ekkert sem sæmilega búin lögregla, landhelgisgæsla og björgunarsveitir ráða ekki við innan skynsemismarka.

Fjármunirnir sem eytt er í þetta varnar- og hernaðarbrölt eru betur komnir í þjónustu við þá sem búa við slæmar aðstæður hér heima, af nógu er að taka í þeim efnum: Aldraðir, öryrkjar, sjúkir og fátækir bíða margir eftir betri kjörum og aðstæðum. Hættum þessu dómadags hernaðarrugli!  


mbl.is Forsætisráðherra segir varnir Íslands tryggðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sammála. Engin þörf er á að gera íslenska lofthelgi að æfingasvæði fyrir skandinavískar herþotur. Eftirlit með flutningum á sjó er ekki stundað með F-16  orustuþotum.

Jóhann F Kristjánsson (IP-tala skráð) 27.4.2007 kl. 08:23

2 Smámynd: Svanur Sigurbjörnsson

Ég tek undir þetta.  Við erum rétt að átta okkur sem sjálfstæð þjóð hvernig það er nú að bera ein ábyrgð á björgunarmálunum og því að hafa ekki her á landinu.  Þó að ég sé ekki andstæðingur NATO eða skynsamlegra varnarbandalaga og varnarsamstarfs, var ég farinn að njóta þess að hér væru engar orystuvélar.  Þessi "rammasamningur" er algerlega úr takt við umræðuna sem engan veginn hefur fengið að taka flugið.  Enn ein mistök ríkisstjórnarinnar í utanríkismálum.

Svanur Sigurbjörnsson, 27.4.2007 kl. 15:25

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband