Súr endalok: Arndís H. Björnsdóttir klýfur framboð Baráttusamtakanna

Á fundi okkar 10. apríl 2007 gerðu Arndís H. Björnsdóttir og félagar þá kröfu að breytt yrði stofnákvæði um færslu flugvallarins innan borgarmarkanna í samstarfssáttmála hennar samtaka og
Höfuðborgarsamtakanna. Þessu höfnuðu Höfuðborgarsamtökin, enda lykilatriði samkomulagsins um kosningabandalagið. Hér ganga Arndís og félagar á bak orða sinna og skriflegs samkomulags sem legið hefur ljóst fyrir í rúmar tvær vikur.

Þegar ljóst var að Höfuðborgarsamtökin ætluðu ekki að hvika frá upphaflegu samkomulagi ákvað Arndís að slíta samstarfinu við svo búið.

Í góðri trú hafa Höfuðborgarsamtökin og Flokkurinn unnið samkvæmt þessu samkomulagi og talið að undirskrifaðir samstarfssamningar yrðu virtir eins og til er ætlast. Það eru því mikil vonbrigði að eina ferðina enn virðast leiðandi einstaklingar innan samtaka aldraðra og öryrkja ófær um að vinna að hagsmunamálum sínum í sátt, hvort sem það er innan sinna eigin vébanda eða með öðrum.

Þar sem skammur tími er til kosninga er ljóst að samtök Arndísar hafa spillt öðrum möguleikum til framboðs. Við sem höfum unnið af heilindum, dugnaði og elju að framboðsmálinu erum mjög leið yfir þessum málalokum en leyfum okkur að þakka öllum þeim sem stutt hafa málin okkar með mórölskum stuðningi og undirskriftum.

Aldraðir, öryrkjar, áhugamenn um betri höfuðborgarbyggð, lýðræðisinnar og fleiri, áttu betra skilið en svona framkomu okkar samstarfsaðila sem við lýsum ábyrgan fyrir þessum slitum á samstarfinu. Arndís hefur með þessu gert mikið og óeigingjarnt sjálfboðaliðastarf að engu.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég skil vel svekkelsi þitt Haukur minn.  Það er svo að enginn keðja er sterkari en veikasti hlekkurinn.  Og í ykkar tilfelli hafið þið verið óheppinn að linkarnir voru fleiri en einn.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.4.2007 kl. 09:34

2 identicon

Mætti ég þá spyrja: hvor hópurinn heldur eftir undirskriftalistunum til að sækja um listabókstafinn - eða hefur þeim verið hent í ruslið?

Stefán (IP-tala skráð) 11.4.2007 kl. 13:53

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband