Játningarnar frá Guantanamo ekki trúverðugar

Ég held að það sé bara ágætt formsins vegna að láta fylgja svona "frétt" að þær játningar sem knúnar hafa verið fram í hinum alræmdu fangabúðum í Guantanamo á Kúbu þykir fæstum trúverðugar.

Þær eru sóttar með þeim hætti að enginn mannlegur máttur fengi venjulegt fólk til að gera neitt annað en að játa hvað sem er undir þeim kringumstæðum sem þar eru.

Þessar fangabúðir eru hluti af þeim ljótleika og hörmungum sem stríðsreksturinn í Írak hefur leitt yfir þá þjóð og marga aðra. Þetta hafa íslensk stjórnvöld lagt blessun sína yfir. 


mbl.is Játar árásir á bandarískt herskip og sendiráð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Áherslurnar hjá þeim virðast gjarnan vera:

1. Að refsa harkalega fyrir glæpi og hefna fyrir andstöðu hverskonar.

2. Að réttlæta áðurnefnda refsingu/hefnd.

3. Afmá/hrekja allt sem bendir til annars en óyggjandi sektar hins (fyrirfram?)dæmda.

4. Að finna þá sem eru (raunverulega!) sekir.

...í þessari forgangsröð, auðvitað.

Guðmundur Ásgeirsson, 19.3.2007 kl. 17:29

2 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Ekki fullyrða svona um heila þjóð, að Bandaríkjamenn séu svona og svona. Þeir Bandaríkjamenn sem ég hef kynnst eru yfirleitt kurteist og skemmtilegt fólk, gestrisið og vinalegt. Hinsvegar má segja margt misjafnt um stjórnvöld þar.

En ekki fullyrða ljóta hluti um heila þjóð - nema Frakka, þeir eru ömurlegir.

Ingvar Valgeirsson, 19.3.2007 kl. 20:30

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ætli nokkur trúi því í alvöru að þessi maður sé sekur.  Málið er að knýja hann til að játa á sig allt sem ekki er upplýst ennþá.  Búshjúntan er algjör óþverri og vær vonandi sinn dóm.  Ætli nokkur trúi því í alvöru að þessi maður sé sekur. Málið er að knýja hann til að játa á sig allt sem ekki er upplýst ennþá. Búshjúntan er algjör óþverri og vær vonandi sinn dóm.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.3.2007 kl. 09:41

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það er einhver tregða annað hvort hjá mér eða í kerfinu hér. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.3.2007 kl. 09:42

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 8
  • Sl. sólarhring: 16
  • Sl. viku: 39
  • Frá upphafi: 264890

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband