Vondur flokkur með góða einstaklinga

Sjálfstæðisflokkurinn var stofnaður árið 1929 með samruna Íhaldsflokksins og Frjálslynda flokksins (já nöfn eru endurnýtt). Nafn íhaldsflokksins þótti ekki nógu aðlaðandi að mati ungra manna.

Samfylkingin var sett á stofn með samruna Alþýðuflokks, Alþýðubandalags og samtaka um kvennalista og er því ekki gamalt fyrirbrigði. Samt virkar hann þreyttur enda mistókst að sameina alla flokksfélaga aðildarflokkanna og megnið af gamla Alþýðubandalaginu varð að VG (vinstri grænum).

Framsóknarflokkurinn er elstur  flokka á Íslandi og hann ber þess glögg merki. Þeir fáu sem þar eru eftir þrífast í ótrúlegu spillingarfeni. Sjálfstæðisflokkurinn er ekki langt að baki en þar eru hins vegar mikið meira af óbreyttum flokksmönnum sem kosið hafa flokkinn meira af gömlum vana en hugsjón. Líkt og ég gerði sjálfur í 30 ár.

Undanfarin ár hefur Sjálfstæðisflokkurinn sýnt mér að fólkið þarf að vinna fyrir hann. Hann vinnur ekki fyrir nema brot flokksmanna. Forystumenn flokksins vinna nánast bara fyrir auðmenn, útvegsmenn og einkavini. Mestur hluti flokksmanna, sem eru jafnaðarmenn eins og ég, eru ekki að fá neitt út úr þessum flokki en eiga bara eftir að uppgötva að þeir eru landlausir og áhrifslausir gagnvart spillingunni. Þeir eiga eftir að fá ráðrúm til að hugsa fyrir næstu kosningar og ég mun eftir megni reyna að opna augu þeirra.

Ég fer ekki ofan af því að ég á marga góða vini og kunningja í Sjálfstæðisflokknum. Flestir eiga það sammerkt að vera vandaðar og vel meinandi manneskjur sem því miður nenna ekki mikið að pæla í pólitík. Þeir hafa flestir hálfgert (þó ekki djúpt) óbeit á hinum flokkunum og líta svo á að það sé ekkert betra að hafa annars staðar.

Þessu þarf og verður að breyta. Um leið og fram kemur framboð sem getur tekið meira en 10-15% fylgi er möguleiki að þeir hreyfi sig og ef möguleikinn er allt að 25% þá munu þeir hreyfa sig svo um munar. Þá verður vakning því flestir eru þeir vanir að kjósa flokk sem GETUR það sem hann vill en er ekki smábrot örfárra kverúlanta og sérvitringa.

Vonandi sjá góðir menn og konur til þess að nýtt framboð verði að veruleika á B R E I Ð U M grundvelli og hafi vit á að laða til sín ÖLL þau atkvæði sem þarf til að hafa alvöru áhrif. Látum ekki breidd í skoðunum trufla okkur heldur vinnum á því eins og fólk.

Flokkar eiga ekki fólk. Það verður fleirum en mér ljóst í næstu kosningum. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband