Er þjófnaður nú orðinn "ágreiningur"

Enn einn ótrúlegur málflutningur til að fegra trjáþjófnaðinn í Heiðmörkinni. Borgarstjórinn í Reykjavík þarf núna að verja samflokksmann sínn Kópavogi og bjarga honum úr skítnum.

Þetta bætist við málflutning Gunnars Birgissonar að verktakinn hafi fært trén í "geymslu" svo þeim yrði ekki stolið (Yeah right!). Samt getur engin gert grein fyrir því hvað varð af stærstu trjánum. Gunnar hefur hingað til ekki vikið sérstaklega úr vegi til að þjóna hagsmunum Reykvíkinga, sérstaklega á meðan R-listinn var við völd. Af þeirri ástæðu er ekki trúverðugur málflutningur hans.

Gunnar ætlar að beita þeirri taktík að verða "réttlátlega reiður" þessari ásökun og kallar móðursýki. Hann reyndar veit sem er að eftir smá tíma er þetta liðið og gleymt og hann getur óáreittur haldið áfram að hræra í sínum kötlum að vild.

Borgarstjórinn í Reykjavík beitir hér siðlaust áhrifum sínum til að kúga stjórn Skógræktarfélags Reykjavíkur til að hætta við að kæra tiltölulega einfalt þjófnaðarmál. Eru stjórnarmennirnir lyddur eða hvað?

 


mbl.is Stjórn Skógræktarfélags Reykjavíkur samþykkir að fresta að leggja fram kæru
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þjófnaður er ekki ágreinintgur, heldur tæknileg mistök

Tæknileg mistök (IP-tala skráð) 22.2.2007 kl. 09:20

2 identicon

Ég skil ekkert í Reykvíkingum að spyrja spurninga vegna stórframkvæmda Gunnars í Heiðmörkinni. Hann fékk að ryðja burtu margra áratuga starfi Skógræktar Kópavogs á Rjúpnahæð á nokkrum dögum. Þar var það Bragi Michaelson, sem bauð sig fram í 2. sætið hjá Sjálfstæðismönnum í Kópavogi í bæjarstjórnarkosningunum, sem var formaður skógræktarfélagsins og gladdist yfir framkvæmdagleði Gunnars. Það besta við þetta var að síðan birtist mynd af Gunnari Birgissyni, Ómari Stefánssyni og Braga Michalessen þar sem Kópavogsbær er sagður gefa Skógræktarfélagi Kópavogs einhverjar miljónir. Þetta er snildarleikflétta og ef ég les rétt í hlutina birtist mynd af Gunnari og Vilhjálmi þar sem þeir eru að gefa Skógræktarfélagi Reykjavíkur smá pening. Engin man þá eftir fallega skóginum sem er búið að rústa.

Kv.  

Sverrir Óskarsson (IP-tala skráð) 22.2.2007 kl. 09:35

3 Smámynd: Haukur Nikulásson

"Tæknileg mistök" er einmitt eitt samheiti sumra Sjálfstæðismanna yfir þjófnað. Við bættust í samheitaskrána núna "móðursýki" og "ágreiningur".

Ég held að þú munir verða sannspár um framhald málsins Sverrir. Þeir munu nota almannafé til að fegra ímynd sína í þessu máli og þá má svo sem segja að þeir bæti þjófnaðinn með öðrum þjófnaði.

Haukur Nikulásson, 22.2.2007 kl. 10:00

4 identicon

Ég las í kæru Skógræktar ríkisins að fjöldi horfinna trjáa úr þjóðhátíðarlundinum hafi numið allt að 700 trjám. Aðeins fundust hjá Garðafelli í Hafnarfjarðarhrauni fimmtíu tré. Því eru 650 tré enn í vanskilum, á svarta markaðnum hjá hinum ýmsu undirverktökum Klæðningar ehf. og Kristins "eftirlitsmanns" Wiium.

Markaðsverðmæti þessara trjáa gæti numið 700 x 50 þús. = 35 m kr. Og er þá eftir að margfalda þá upphæð með t.d. tilfinningatjóni þeirra sem í upphafi gróðursettu trén til minningar um látna félaga sína í Kiwanisklúbbnum Kötlu.

Ljóst er að bætur fyrir tjónið munu nema margfalt þeirri upphæð sem bæjarstjórinn henti í flokksbróður sinn og undirlægju, Braga Mikaelsson, fyrir að þegja um skógeyðinguna í Vatnsendalandinu. Bragi er líklega þessi "skógræktarmaður í Kópavogi" sem vitnað var til í upphafi Spegilsins (Rás 1) í kvöld.

Vésteinn (IP-tala skráð) 23.2.2007 kl. 00:46

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 264821

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband