Sunnudagshugvekjan: Stjórnmálaflokkarnir í hlutverkum gróðursins

Flokkurinn (með stóru effi), er bara fræ. Hvað hann verður veit engin. Með vökvun, næringu og umhyggju getur hann orðið hvað sem er strá, blóm eða jafnvel tré.

Vinstri grænir eru eins og blóm sem virðist í augnablikinu vera fullútsprungið. Óheppni veldur því að það á rætur sínar í skugganum. Þessi skuggi geymir neikvæðni, öfgafullan femínisma og þeirri áráttuhugsun að allir geti lifað á loftinu án þess að hafa neitt fyrir því. Hugsjónaleikurinn þeirra ber næstum alltaf skynsemina ofurliði.

Frjálslyndir eru eins og blóm á jaðri skuggans. Það virtist vera að breiða úr sér á hinn myndarlegasta hátt en því miður gróðursett í sandinum. Svo eru blaðlýsnar líka byrjaðar að naga stöngulinn. Það gæti farið svo að þetta blóm deyi skyndilega áður en það nær fullum blóma.

Samfylkingin er lítið tré. Vegna afstöðu sinnar til sólar hefur það bara vaxið í eina átt, til Evrópu. En það nær aldrei að vaxa þangað. Til þess að það þarf að fara yfir Atlantshafið og það er bara einfaldlega of langt.

Sjálfstæðisflokkurinn er stærra tré. Á því eru myndarleg laufblöð og það er fjarska fallegt. En
þegar betur er að gáð, eru trjámaurarnir að éta það innan frá. Þeir eru reyndar svo aðgangsharðir
að þeir éta stundum hvern annan. Þeir eiga enn eftir að éta heilan helling. Tré af þessari stærð
getur fallið jafn auðveldlega og lítið tré. Fallþunginn verður bara meiri.

Framsóknarflokkurinn er afgamalt tré sem varð fyrir græðgiseldingu. Leifarnar af því eru eins og
kræklótt brunarúst upp úr jörðinni. Það á bara eftir að koma með litla skurðgröfu til að hreinsa
upp restina.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 264821

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband